Sjálfstæðara og sterkara Alþingi takk!
28.5.2008 | 09:37
Lokaorð greinar Þórlindar Kjartanssonar formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna í Fréttablaðinu er nánast eins og töluð úr mínu hjarta:
"Sterkt og sjálfstætt þing á að vera mótvægi við skriðþunga framkvæmdavaldsins. Það er ennfremur líklegt til þess að standa betur vörð umréttindi einstaklinga en stofnanir; enda er það svo að flest mál sem varða frelsi einstaklinga eru sett fram að frumkvæði óbreyttra þingmanna. Þessum málum, eins og öðrum þingmannamálum, er fórnað í þinghaldinu til þess að löggjöf frá ríkisstjórninni fái greiðari siglingu. Þetta er þó ekki sjálfsagður hlutur, nema ef þjóðkjörnir þingmenn sætta sig við að vera undirstofnun ríkisstjórnarinnar en ekki sjálfstæður hluti ríkisvaldsins."
Reyndar á það ekki að vera mál þingmanna að sætta sig við að vera undirstofnun ríkisstjórna! Almenningur á rétt á því að þeir gegni hlutverki sínu sem ábyrgt löggjafarvald óháð framkvæmdavaldinu!
Það er óþolandi hvernig Alþingi er og hefur verið afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið - ríkisstjórnina - núverandi og þær sem áður haga setið.
Alþingi á að vera sterkt og sjálfstætt.
Þess vegna er það forgangsatriði að ráðherrar segi af sér þingmennsku meðan þeir gegna ráðherraembætti og kalli inn varamenn til setu. Þess vegna er það forgangsatriði að styrkja þingið og þingmenn í störfum sínum. Þess vegna á að heimila þinginu að setja á fót sértakar þingnefnir til að skoða einstök mál er upp kunna að koma - án aðkomu ríkisvaldsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)