Samfylkingin rjóð og undirleit í faðmi Sjálfstæðisflokksins!
27.5.2008 | 20:54
Ég veit að ég er smá litaður, en svona bókmenntalega séð - er þetta ekki skemmtilegur texti hjá Guðna!:
Samfylkingin sveik alþýðuna hún ætlaði að vera turninn sem stæði vörð um lífskjör almennings. Nú hvílir Samfylkingin rjóð og undirleit í faðmi Sjálfstæðisflokksins, blessuð litla stúlkan.
Samfylkingin hefur forðast það svæði í pólitíkinni sem jafnaðarmenn á Norðurlöndum varða svo vel, Samfylkingin nefnir sjaldan láglaunastéttirnar, verkakonuna, sjómanninn og bóndann. Samfylkingin vill vera og er flokkur hinnar menntuðu elítu.
Þess vegna hefur skírskotun Ingibjargar Sólrúnar verið að þrengjast. Við framsóknarmenn munum stilla upp til sóknar á skákborði okkar öflugri sveit karla og kvenna sem mun verja hagsmuni hins almenna borgara á Íslandi," .
Svona óháð allri pólitík - þá er þetta skemmtilega gert - er það ekki!
PS.
Einhverra hluta vegna datt mér í hug eftirfarandi gullkorn úr bókmenntasögunni þegar ég hafði lesið nokkrar athugasemdir við þetta blogg:
"Hvað er að heyra þetta barnið gott, sagði Björn á Leirum. Heldurðu að ég taki í mál að þú með þetta gula hár og svona rjóð í kinnum og einsog nýhnoðuð skaka á kroppinn farir að leggjast á torfusnepil útí kofa mín vegna? Nei þó við séum handfljótir að kaupa og selja hross, þá erum við ekki svona fljótir að senda af okkur stúlkurnar! Láttu mig leggja koddann þann arna til mín einsog jómfrúin sem leysti dýrið forðum tíð."
... og svo var gullpeníngur í gluggakistunni daginn eftir, munið þið!
"... Kvenmaður fær bara einn gullpening ... Síðan fær hún tómt silfur..."
![]() |
Ríkisstjórn brostinna vona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hús enn hleruð á Borgarfirði eystra!
27.5.2008 | 07:59
Hús eru hleruð á Borgarfirði eystra á hverjum vetri - eftir því sem ég kemst næst! Mér brá mjög fyrst þegar ég bjó á Borgarfirði og heyrði að hús væru reglulega hleruð, en róaðist þegar ég heyrði skýringuna!
Það er nefnilega ekki um samskonar hlerun að ræða og fjallað er um í njósnafrétt Morgunblaðsins, heldur er um að ræða aðgerðin að setja hlera fyrir glugga húsa sem snúa í suðurátt. Það háttar nefnilega þannig á Borgarfirði eystra að það koma ótrúlegir hvellir í ofsaroki á veturna, byljir sem hafa hreinsað glugga úr suðurhlið húsa!
Reyndar var plexigler í suðurglugganum í eldhúsinu í skólastjórabústaðnum Þórshamri þar sem ég bjó þetta ár sem ég kenndi á Borgarfirði eystra! Mér var sögð saga um tilurð plexiglersins - hvort sem sú saga sé sönn eða ekki.
Það var þannig að nýr skólastjóri þrjóskaðist við að hlera gluggann. Þegar fyrsta alvöru rokið kom hætti honum að lítast á blikuna. Sem betur fer var uppkominn sonur hans í heimsókn. Þeir feðgar fóru því út með hlerann og hugðust setja hann fyrir gluggan, en þá vildi ekki betur til en vindhviða feykti hleranum - og syninum - úr höndum skóalstjórans og hefur hvorugúr sést síðan - hvorki hlerinn né sonurinn!
Væntanlega er sannleikskorn í sögunni - en líkur á því að einungis hlerinn hafi fokið á haf út - en sonurinn farið til síns heima í kjölfarið!
Eftir þetta var bara sett plexigler í gluggann!
En reyndar er næstum alltaf gott veður á Borgarfirði eystra - og gott að búa þar!
Upplýsingavefur um Borgarfjörð eystra!
![]() |
32 heimili voru hleruð á árunum 1949-1968 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)