Ólafur Friðrik borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins?
25.5.2008 | 14:45
Er ekki bara einfaldara fyrir Sjálfstæðismenn að láta Ólaf Friðrik halda áfram sem borgarstjóri út kjörtímabilið! Ólafur Friðrik getur þá bara gengið í Sjálfstæðisflokkinn aftur og málið er dautt.
Þannig spara Sjálfstæðismenn sér óþarfa vesen og mögulega blóðug átök þegar borgarfulltrúarnir þeirra - sem nánast allir ganga með borgarstjórann í maganum - takast á um það hver eigi að sitja í borgarstjórastólnum út kjörtímabilið.
Framtíðarleiðtoginn verði þá valinn í prófkjör fyrir næstu borgarstjórnarkosningar!
![]() |
Flestir vilja Hönnu Birnu í embætti borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)