Stjórnvöld óábyrg vegna óvissu um framtíðarskipulag Íbúðalánasjóðs!

Það er óábyrgt hjá stjórnvöldum að boða óskilgreindar breytingar á Íbúðalánasjóði á óskilgreindum tíma í haust. Það skapar óvissu á fasteignamarkaði og í efnahagslífinu. Stjórnvöldum var í lófa lagið að leggja fram frumvarp um breytingar á Íbúðalánasjóði í upphafi þessa þings fyrst ríkistjórnin hefur ákveðið að breyta starfsumhverfi sjóðsins.  Slíkt frumvarp er til í félagsmálaráðuneytinu.

 

Þá er unnt með einfaldri breytingu á núverandi lögum um húsnæðismál að heimila Íbúðalánasjóði að stofna dótturfélag í formi hlutafélags sem fái það hlutverk að fjármagna útlán Íbúðalánasjóðs og mögulegra annarra aðilja líka með útgáfur sérvarinna skuldabréfa án ríkisábyrgðar.

 

Ef ríkisstjórnin ætlar að vera ábyrg í efnahagsmálum þá ættu hún að leita afbrigða á Alþingi og gera strax einfalda breytinga á lögum um húsnæðismál, veita Íbúðalánasjóði heimild til stofnunar dótturfélags og nota sumarið til að stofna slíkt dótturfélag þannig að breytingarnar geti tekið gildi strax næsta haust.  Slíkt eyðir skaðlegri óvissu á fasteignamarkaði.

 

Ég óttast að ástæða þess að sú leið er ekki farin sé sú að stjórnarflokkarnir hafi ekki komið sér saman um útfærslu breytinganna. Ef svo er þá er hætta á því að afgreiðsla frumvarps um breytingar á starfsumhverfi Íbúðalánasjóðs geti dregist með ófyrirsjánlegum afleiðingum fyrir fasteignamarkaðinn og efnahagslífið í heild.


mbl.is Varnir efnahagslífs styrktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband