Ingibjörg Sólrún að leiðrétta misskilning Geirs Haarde?

Ætli Ingibjörg Sólrún hafi skroppið til Bretlands til að leiðrétta þann misskilning Geirs Haarde að mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu sé ekki á dagskrá á Íslandi? 

Eins og menn muna þá hefur Geir verið á þönum um Evrópu til að ræða "ekkiaðild" Íslands að Evrópusambandinu, þrátt fyrir að möguleg aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu sé raunverulega á dagskrá hjá þjóðinni og stórum hluta stjórnmálamanna.

Eins og menn muna var enskukunnátta Skotans Gordons Brown forsætisráherra konungsdæmisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands ekki betri en það að Skotinn misskildi Geir Haarde og hélt að Geir væri að tala um Ísland og Evrópusambandið - þegar Geir var að tala um ekki Ísland og Evrópusambandið. Það var reyndar leiðrétt í leiðréttri fréttatilkynningu!

Eins og menn muna hélt Geir sérstakan fund með vini mínum Finnanum Olli Rehn stækkunarstjóra Evrópusambandsins - sem talar á fundum með öllum öðrum en Geir nær eingöngu um Evrópusambandið - þar sem Geir og Olli eyddu fundinum í að tala ekki um Evrópusambandið! 

Kannske voru þeir bara að ræða um finnska saunu og finnskan landbúnað - nei, ekki um finnskan landbúnað því hann er rekinn meðal annars með allskonar undanþágum frá meginreglum Evrópusambandsins vegna þess hve norðarlega hann er - og finnskir bændur ánægðir með Evrópusambandið!

Nei, kannske um uppgang finnsks efnahagslífs upp úr þeirri rosalegu lægð sem Finnar lendu í eftir hrun Sovétsins - nei, ekki efnahagslífið því innganga í ESB var lykilatriði í endurreisn þess!

Nei, kannske voru þeir að tala um finnska markið - nei, ekki heldur - Finnar tóku upp Evru!

Hvað ætli Olli og Geir hafi verið að tala um?

Verðum við ekki bara að senda Ingibjörgu Sólrúnu til Brussel og tala við Olla - svona til að hreinsa upp mögulegan misskilning sem Geir hefur sáð í Brussel?


mbl.is Utanríkisráðherra fundaði með breskum ráðamönnum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útvarp Saga dekkar 1. deildina í fótbolta!

Útvarp Saga ætlar að dekka 1. deildina í fótbolta með því að lýsa leikjum beint nú í sumar. Þetta er sérstaklega skemmtilegt framtak því sviðsljósið Ríkisútvarpsins er fyrst og fremst á úrvalsdeildina. Það er svo spurning hver ætlar að lýsa leikjum í kvennaboltanum.

Það verður hinn snaggaralegi íþróttafréttamaður útvarps Sögu - Björn Berg - ásamt Sverri Júlíussyni sem mun hafa veg og vanda af þessum útsendingum í sumar. 

Ég hef fylgst með fótboltaþáttum Björns Bergs af og til og verð að segja að þeir eru með skemmtilegri íþróttaþáttum sem ég heyri. Björn hefur miklar skoðanir á því sem er að gerast í fótboltanum og er óhræddur við að gagnrýna það sem honum finnst miður fara. Þá er hann með yfirburðaþekkingu á fótbolta hér á landi og erlendis.

Fyrsta lýsingin á Útvarpi Sögu er frá leik Víkings í Reykjavík og Ungmennafélagi Selfoss í dag, annan í hvítasunnu kl. 17:00.  Einnig mun útvarp Saga skipta yfir til Eyja þar sem ÍBV tekur á móti Leikni.

Mér skilst að Útvarp Saga verði í samstarfi við valinkunna menn sem hafa verið að lýsa
leikjum í nokkur ár sem munu aðstoða stöðina við að gera þetta eins vel
og mögulegt er miðar við aðstæður hjá lítilli útvarpsstöð.

Mæli með fótboltaþætti Björns Berg á mánudögum og föstudögum kl 17:00, Hann mun fá til sín góða gesti til að ræða um hverja umferð fyrir sig, bæði í úrvalsdeild og 1. deild - auk þess sem hann mun örugglega segja frá ýmsu skemmtilegu í neðri deildunum í fótbolta.


Bloggfærslur 12. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband