Samfylkingin og ríkisstjórnin þarfnast Jóhönnu!

"Vindur strax ofan af vitleysunni" var yfirskrift pistils Staksteina um Jóhönnu Sigurðardóttur í dag.

"Jóhanna er þeim eiginleikum gædd að bregðast skjótt við, taka á vandanum áður en hann er orðinn óviðráðanlegur og ráðast í að vinda strax ofan af vitleysu, ef hún sér að eitthvað slíkt er í uppsiglingu.

Þetta er allt satt og rétt - þótt Jóhanna hafi verið þvinguð af félögum sínum í ríkistjórninni að gera sem allra minnst í húsnæðismálum undanfarna mánuði - þótt hún viti hvað þarf að gera og mun væntanlega grípa til aðgerðar áður en allt fer í frost á fasteignamarkaði - hvað sem félagar hennar segja.

En það sem vakti með mér óhug í Staksteinum var þetta:

"Ætlar Samfylkingin að halda áfromum sínum til streitu að losa sig við langvinsælasta ráðherranna sinn?!"

Ég hafði ekki hugmyndaflug til að detta í hug að Ingibjörg Sólrún hafi ætlað að losa sig við Jóhönnu! 

Jóhanna Sigurðardóttir er nefnilega jarðbinding Samfylkingarinnar. Með allri virðingu fyrir öðrum þingmönnum Samfylkingar - þá er engin sem kemst með tærnar þar sem Jóhanna hefur hælana hvað varðar að vera með fingurinn á púlsi alþýðunnar á Íslandi.  Hún er líka sú í ríkisstjórninni sem fyrst og best tekur upp hanskan fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu.

Samfylkingin og ríkisstjórnin þafnast Jóhönnu!


Bloggfærslur 10. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband