Óásættanlegt fyrir Framsókn að vera innan við 10%!
1.5.2008 | 19:33
Það er óásættanlegt fyrir Framsóknarflokkinn í stjórnarandstöðu að vera innan við 10% í skoðanakönnun á sama tíma og Samfylkingin missir verulega fylgi. Eðlileg staða miðað við hrakfarir ríkisstjórnarinnar að undanförnu ætti að vera að að minnsta kosti 15%. Þess í stað hirða VG fylgi Samfylkingar.
Það hlýtur að vera krafa Framsóknarmanna að fylgi flokksins verði að minnsta kosti 15% í skoðanakönnunum þegar kemur að flokksþingi næsta vor.
Vinur minn Guðni Ágústsson verður að bretta upp ermarnar og rífa upp fylgið. Ég er sannfærður um að ef hann leggst á sveif með Magnúsi Stefánssyni, tekur af skarið og leggur fram tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland skuli hefja samningaviðræður við Evrópusambandið - þá fer fylgið að tikka upp á ný. Það ættu allir að geta sameinast um slíka tillögu - hver sem afstaða þeirra er til aðildar Íslands að Evrópusambandinu.
Guðni getur hafið nýja framsókn á miðstjórnarfundi um helgina. Hann hefur ár til þess að sýna styrk sinn og Framsóknarflokksins og ná þessum 15% í skoðanakönnunum - helst 20% - fyrir flokksþing!
![]() |
Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Töframáttur fótknattar!
1.5.2008 | 10:41
Það var töframáttur fótknattar fyrir 100 árum sem lagði grunninn að tveimur öflugum íþróttafélögum í Reykjavík - Víking og Fram. Það voru nefnileg nokkrir strákar á Suðurgötunni og nágrenni sem tóku sig saman um kaup á fótknetti og stofnuðu fótboltafélög vorið 1908.
Yngri strákarnir sem flestir voru á aldrinum 10-12 ára stofnuðu Víking, en þeir eldri 13 til 15 ára guttar stofnuðu Fram, sem reyndar hét Kári fyrstu vikurnar! Stofndagur Víkings er 21. apríl, en stofndagur Fram 1. maí.
Þjóðsagan segir að ungu Víkingarnir hafi ekki fengið að vera með stóru strákunum sem stofnuðu Fram svo þeir stofnuðu bara sitt eigið fótboltafélag!
Hvað um það. Stofnun þessara tveggja félaga hefur verið æsku Reykjavíkur til mikillar gæfu í heila öld - enda félögin haldið uppi öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi!
Þessi bræðrafélög halda nú upp á aldarfmælið með hátíðarhöldum. Víkingar í Víkinni og Frammarar í Safamýrinni.
Til hamingju Víkingar! Til hamingju Frammarar!
![]() |
Haldið upp á aldarafmæli íþróttafélaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)