Splæsum flugstjóranámskeið á Geir Haarde!
6.4.2008 | 22:22
Geir Haarde forsætisráðherra hefur sætt ámælis fyrir að nota ekki áætlunarflug en þess í stað leigt flugvélar til að komast leiðar sinnar - til að spara dýrmætan tíma. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það geti verið réttlætanlegt fyrir æðstu forsvarsmenn þjóðarinnar að eyða nokkrum krónum umfram það sem það kostar að skjótast með lágfargjaldaflugfélögum milli landa - ef erindið er brýnt!
En af hverju ekki að splæsa flugstjóranámskeið á Geir! Hann gæti þá barasta flogið sjálfur - og þannig sparað launakostnað flugstjóranna. Þá er þetta kannske bara orðið ódýrara!
Það er heldur aldrei að vita nema að slíkt námskeið gæti nýst honum við að stjórna þjóðarskútunni! Ekki veitir af á þessum síðustu og verstu dögum ...
![]() |
Forsætisráherra á ferð og flugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evran og ESB eða ölmusu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum?
6.4.2008 | 19:07
Hvort sem mönnum líkar það betur eður verr þá er okkar ástkæra íslenska króna búin að vera. Val framtíðarinnar virðist vera Evran og Evrópusambandið - eða ölmusa frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Má ég þá frekar biðja um Evru en ölmusu!
Ég skil vel að andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu vilji ekki gefa almenningi kost á að kjósa um það hvort við eigum að ganga til aðildarviðræðna - án skuldbindinga. Það eru nefnilegar allar líkur á að þjóðin velji að ganga til viðræðna - og allar líkur á að við fáum ásættanlegan samning!
Meira um þetta á Leiðir Guðni Framsókn lýðræðis eða Framsókn flokksræðis? og Framsóknarmenn með aðild að Evrópusambandinu! og Umsókn um aðild að Evrópusambandinu skaðar ekki sjávarútveginn! og Undirbúum umsókn um aðild að Evrópusambandinu!
og Er Evrópusambandsaðild margfalt verðmætari en EES aðild?
![]() |
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn til aðstoðar Íslandi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)