Flækingur í fjölmiðlum undanfarið!
20.4.2008 | 22:08
Það hefur verið flækingur á mér í fjölmiðlum undanfarið einhverra hluta vegna. Var í annað sinn í Silfri Egils í dag, Í bítið á Bylgjunni á þriðjudaginn í síðustu viku, á ÍNN stöðinni hans Ingva Hrafns í þarsíðustu viku og ekki mánuður frá jómfrúarferð minni í Silfur Egils! Svo var í í fréttaviðtali á Stöð 2 í kvöld!
Það er alltaf sami sviðsskrekkurinn hjá manni - nagandi ótti um að standa sig ekki og að maður frjósi og komi ekki upp orði. En þetta hefur yfirleitt sloppið fyrir horn - vondandi!
Mér verður alltaf hugsað til hins frábæra útvarpsmanns, Jónasar Jónassonar, sem ég bar gæfu til að fá að vinna með í nokkra mánuði á Rás 1 fyrir 18 árum eða svo í þætti sem enn lifir og nefnist Samfélagið í nærmynd. Jónas var alltaf ótrúlega stressaður fyrir upptökur - en þegar inn kom rann á hann þvílík ró og öryggi að unun var á að horfa á - og hlusta.
Jónas sagði við mig að daginn sem hann yrði ekki stressaður fyrir útsendingu - þá væri kominn tími til að hætta!
Þess vegna verður mér alltaf hugsað til Jónasar þegar ég fer í viðtöl í ljósvakamiðlunum
Fyrir þá sem hafa áhuga að sjá kauða, (mig - ekki Jónas) - þá eru slóðirnar á viðtöli hér á eftir:
Fréttur Stöð 2 í k völd: http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=227701d7-e81a-469d-ac74-200ba9c421af&mediaClipID=e288fcaa-30cf-44e9-a58a-cbc8cd9d814f
Silfur Egils í dag: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4366875
Í bítið á þriðjdag í síðustu viku: http://www.bylgjan.is/?PageID=1857
Á ÍNN í þarsíðustu viku: http://inntv.is/Horfaáþætti/BirkirJón/BirkirJón02042008/tabid/284/Default.aspx
... og Silfur Egils fyrir mánuði er ekki lengur á vefnum :)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Guðni stingur höfðinu í sandinn gagnvart afstöðu Framsóknarfólks!
20.4.2008 | 10:41
Það er sorglegt að sjá vin minn Guðna Ágústsson stinga höfðinu í sandinn þegar staðreynd um afstöðu Framsóknarmanna til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu liggur skýr fyrir.
Í stað þess segja sannleikann og segja að skoðanir séu skiptar í Framsóknarflokknum um Evrópusambandsaðild, en að það sé ljóst að meirihluti flokksmanna eða 60% vilji fá úr því skorið hverjir skilmálar inngöngu í Evrópusambandið verða, áður Framsóknarmenn taki endanlega afstöðu, þá fer fer Guðni að tala um ríkisstjórnina og efnahagsástandið.
Guðni segir: "... niðurstöður könnunarinnar ekki benda til þess að framsóknarmenn séu að verða hallari undir Evrópusambandið, en 60% Framsóknarfólks vilja að undibúningur fyrir aðildarviðræður hefjist."
Ef þetta er rétt mat hjá Guðna, þá er hann einungis að staðfesta það sem marga hefur grunað að um langa hríð hafi verið meirihluti innan flokksins fyrir aðildarviðræðum við Evrópusambandið.
Guðni vill hins vegar ekki hlusta á þennan meirihluta Framsóknarmanna og segir:
"...niðurstöður könnunarinnar fyrst og fremst benda til þess að almenningur hafi fengið nóg af aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnbahagsmálum, stöðu krónunnar, verðbólgunni og vöxtunum."
Auðvitað er almenningur að verða þreyttur á ríkisstjórninni. Það skýrir ekki eitt og sér að tæp 68% þjóðarinnar - og 60% Framsóknarmanna - vilji undirbúa ESB-umsókn.
Ef Guðni ætlar ekki að minnka Framsóknarflokkinn um enn ein 60% - þá verður hann að taka af skarið - fylgja félaga sínum og vini Magnúsi Stefánssyni alþingismanni öflugasta talsmanni Framsóknarmanna í efnahagsmálum á þingi - og unga fólkinu í SUF - og berjast fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort ganga skuli til viðræðna við Evrópusambandið - og í kjölfarið þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðu slíks samnings. Þá - en ekki fyrr en þá - mun endanleg og raunveruleg niðurstaða Framsóknarmanna og annarra Íslendinga liggja fyrir.
Það engin ástæða til að kljúfa flokkinn í herðar niður á flokksþingi vegna þess máls - það er einfaldast og lýðræðislegast að láta þjóðina taka þessa ákvörðun.
Munið - gamla grunnprinsipp Samvinnuhreyfingarinnar eldgömlu - einn maður, eitt atkvæði!
Meira um þetta má lesa í eftir farandi bloggum:
Magnús Stefánsson: Þjóðin ákveði um aðildarviðræður
Samband ungra framsóknarmanna: SUF vill þjóðatkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið
Hallur Magnússon: Leiðir Guðni Framsókn lýðræðis eða Framsókn flokksræðis?
Hallur Magnússon: Framsóknarmenn með aðild að Evrópusambandinu!
![]() |
67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)