Íslensk lán verðtryggð með samræmdri evrópskri neysluvísitölu?
19.4.2008 | 00:21
Ætti að bjóða íslensk lán verðtryggð með samræmdri evrópskri neysluvísitölu? Þessari spurningu varpar vinur minn GVald fram í bloggi sínu!
GVald segir meðal annars:
"Ég vil varpa þeirri hugmynd hér fram hvort ekki væri skoðandi að bankar, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður tækju sig saman um að bjóða nýja tegund af verðtryggðum lánum. Lán sem fylgdu samræmdri neysluvísitölu EES en ekki íslenskum vísitölum sem eru í vítahring víxlhækkana þar sem hækkandi lántökukostnaður vegna hærri verðbólgu leiðir til hærri vísitölumælinga í næsta mánuði og svo koll af kolli."
Ég hef ekki velt þessari hugmynd fyrir mér í kjölinn, en tel hana eiga fullt erindi í efnahagsumræðu dagsins í dag. Gaman væri að fá álit vísra hagfræðinga á þessum vangaveltum!
Væri ástandið á íbúðalánamarkaðnum kannske annað í dag ef þessum viðmiðum hefði verið beitt?
Hefðum við kannske ekki lent í þeirri ofsaþenslu sem varð á fasteignamarkaði og keyrðu upp verðbólguna þegar bankarnir komu inn á markaðinn með offorsi?
Pistil GVald er: Einfalt lítið skref ?
![]() |
75 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)