Umboðslaus borgarfulltrúi slær um sig í Afríku!

Hvað ætli hinn snaggaralegi borgarstjóri Ólafur Friðrik segi um það að guðfaðir hans sem borgarstjóri - Kjartan Magnússon - slái um sig umboðslaus í Afríku? Ætli borgarstjórinn taki á þessu af festu og yfirvegun eins og hans er von og vísa? Tekur hann Kjartan á teppið?

Eftirfarandi frétt er að finna á vef DV:

"Kjartan Magnússon, stjórnarformaður REI, hefur skrifað undir samninga um virkjunarframkvæmdir í Afríkuríkinu Djíbútí. Hvorki stjórn Orkuveitunnar né félögum Kjartans í borgarstjórnarflokknum hefur verið kynnt innihald samninganna.

Samkvæmt heimildum DV.is hefur Kjartan Magnússon ekki umboð til þess að gera slíka samninga. Stjórnarmenn í Orkuveitunni, sem rætt hefur verið við, segjast telja að um viljayfirlýsingar hafi verið að ræða. Nú bendi ýmislegt til annars."


Bloggfærslur 12. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband