"Seðlabankinn spáir mikilli verðhækkun varasalva"
11.4.2008 | 18:31
Rakst á eftirfarandi ekkifrétt Hinnar fréttastofunnar:
"Í nýrri þjóðhagsspá Peningamála Seðlabankans er spáð miklum verðhækkunum á varasalva.
"Kólnun á húsnæðismarkaði hefur þegar komið fram í því að verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur u.þ.b. stöðvast. Gert er ráð fyrir að húsnæðisverð lækki um 30% að raunvirði fram til 2010, en hins vegar má gera ráð fyrir miklum verðhækkunum á varasalva á 2. ársfjórðungi þessa árs og má búast við enn frekari hækkunum á 3. og 4. ársfjórðungi" eins og segir í tilkynningu Seðlabanka."
Enn fremur segir í ekkifrétt Hinnar fréttastofunnar:
"Í tilkynningu frá greiningardeild Kaupþings er spá Seðlabanka gagnrýnd. "Það getur vel verið að húsnæði lækki en miklar verðhækkanir á varasalva eru ólíklegar þar sem Lára Traustadóttir vann rauðvínspott greiningardeildar í apríl" segir í tilkynningu bankans."
Slóðin á þessa frábæru fréttastofu er:
http://fleipur.blog.is/blog/hin_frettastofan/
![]() |
Alvarleg staða efnahagsmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.4.2008 kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Brýnt að tvöfalda Suðurlandsveg strax milli Hveragerðis og Selfoss!
11.4.2008 | 11:31
Nú veit ég ekki hvernig áætlanir Vegagerðarinnar um tvöföldun Suðurlandsvegar er háttað, en það er brýnt að tvöfalda Suðurlandsveg strax á kaflanum milli Hveragerðis og Selfoss. Ég hef alla tíð verið smeykur við þennan kafla þar sem oft myndast langar bílaraðir vegna slóðagangs einstakra bílstjóra sem aka allt of hægt, þannig að ökumenn freistast til framúraksturs við ekki allt of góðar aðstæður.
Í ljósi þess að þarna fer ekki einungis í gegn öll umferð milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins, heldur er þarna að auki mikil umferð milli Hveragerðis og Selfoss, þá tel ég að þarna eigi að byrja.
Ég tel að það eigi að færa Suðurlandsveginn í vestur frá Hveragerði svo eðlileg byggðarþróun geti orðið í þeim annars ágæta bæ.
Eins og ég sagði í upphafi veit ég ekki hverjar áætlanir Vegagerðarinnar er um tvöföldun Suðurlandsvegar - en það kæmi mér ekki á óvart að hún muni byrja að tvöfalda hinn heimskulega nýja 2+1 veg - sem náttúrlega átti alltaf að vera 2+2 frá upphafi.
Þrátt fyrir að 2+1 sé ekki fullnægjandi - þá er hægt að lifa við þá vitleysu á meðan verið er að tvöfalda þrengstu 1+1 kaflana á leiðinni á Selfoss.
PS. Sé í frétt að maður lést í þessu slysi. Ég votta aðstandendum hans samúð mína. Tók einnig eftir að mbl.is leyfir ekki blogg við fréttina um banaslysið. Ég er ánægður með þá ákvörðun mbl.is. Það er ekki við hæfi að slíkum fréttum fylgi misvitur blogg.
![]() |
Alvarlegt umferðarslys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)