Hvaða borgarfulltrúi setur niður borgarstjórn?
6.3.2008 | 09:00
Ólafur Friðrik Magnússon missti sig á borgarstjórnarfundi í vikunni þegar hann fékk eðlilega, en óþægilega spurningu frá öðrum borgarfulltrúa. Ólafur sagði reiður að borgarstjórn "setti niður við nærveru borgarfulltrúans".
Ég hef verið hugsi yfir þessu upphlaupi borgarstjórans og velt því fyrir mér hver borgarfulltrúanna setji helst niður borgarstjórn, en eins og menn muna treysta einungis 9% landsmanna borgarstjórn sem Ólafur Friðrik leiðir sem borgarstjóri.
Í ljósi þessa hef ég sett upp skoðanakönnun þar sem spurt er: "Hvaða borgarfulltrúi setur niður borgarstjórn".
Þá er ég ekki að kalla eftir þekkingu á mati Ólafs Friðriks - heldur skoðunum ykkar!
Endilega takið þátt!