Kaupþingssigur og vonandi fyrirboði um að vextir á teknum íbúðalánum banka verði ekki 7,80% haustið 2009
4.3.2008 | 21:55
Það eru gleðileg tíðindi að Kaupþing hafi náð á svo myndarlegan hátt að fjármagna sig næstu mánuðina á mun betri kjörum en skuldatryggingaálag bankans sagði til um! Enn einu sinni brjóta íslensku bankarnir neikvæða umræðu erlendis á bak aftur. Ég tek ofan fyrir drengjunum í Kaupþingi.
Vonandi verður þetta til þess að fjármögnunarvextir íslensku bankanna lækki það verulega að lántakendur íbúðalána þeirra muni ekki sæta óhóflegri hækkun íbúðalánavaxta við 5 ára endurskoðun á vöxtum haustið 2009 og mánuðina þar á eftir.
Reyndar skal því haldið til haga að vextir hækka ekki hjá Íbúðalánasjóði. Þeir sem tóku lán á 4,15% vöxtum munu halda þeirri vaxtaprósendu út lánstímann. Einnig skal haldið til haga að ekki eru öll íbúðalán bankanna með slíkum endurskoðunarákvæðum, en ljóst að bankarnir tapa verulegum fjármunum á þeim lánum sem ekki eru með endurskoðunarákvæði á meðan þeir geta ekki endurfjármagnað sig á lágum vöxtum.
Vextir verðtryggðra húsnæðislána bankanna sem veitt voru haustið 2004 og eru með fimm ára vaxtaendurskoðunar gætu hækkað úr 4,15% vöxtum í 7,80%, að mati Ingólfs H. Ingólfssonar fjármálaráðgjafa í viðtali við Morgunblaðið á dögunum. Vonandi er nýjasta lántaka Kaupþings skref í þá átt að viðskiptavinir bankanna þurfi ekki að sæta slíkum ofurkjörum.
![]() |
Kaupþing selur skuldabréf fyrir 1.675 milljónir dala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Forsendur eru fyrir vaxtalækkun Íbúðalánasjóðs í allt að 4,95%!
4.3.2008 | 09:57
Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs hefur lækkað verulega í þeim miklu viðskiptum sem verið hafa með skuldabréf í kauphöll undanfarnar vikur og því hafa skapast forsendur fyrir þónokkra lækkun á útlánavöxtum Íbúðalánasjóðs.
Ef Íbúðalánasjóður hefði farið í útboð á íbúðabréfum undanfarnar vikur þá hefðu útlánavextir sjóðsins lækkað. Ef sjóðurinn færi í útboð í dag og ávöxtunarkrafan yrði á svipuðu róli og við lokun markaða í gær, þá væri að líkindum unnt að lækka vexti sjóðsins úr 5,50% niður í allt að 4,95% á lánum með uppgreiðsluálagi og lækkun úr 5,75% allt niður í 5,20% á lánum sem alltaf er unnt að greiða upp á sérstaks uppgreiðslugjalds!
Ekki veit ég af hverju forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs hafa ekki farið í útboð á íbúðabréfum og lækkað vexti - ekki veitir af í því ástandi sem nú er á húsnæðismarkaði - þar sem allt er að frjósa.
Vonandi er það ekki vegna þrýstings ríkisstjórnarinnar sem vill ekki auka styrk Íbúðalánasjóðs með því að hafa enn meiri vaxtamun á íbúðalánum Íbúðalánasjóðs og vaxtaokurs bankanna - sem reyndar eru ekki að lána!
Almenningur bíður eftir þessari vaxtalækkun sem allar forsendur eru fyrir!
![]() |
Annar veltumesti mánuðurinn með skuldabréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)