Kaupþingssigur og vonandi fyrirboði um að vextir á teknum íbúðalánum banka verði ekki 7,80% haustið 2009

Það eru gleðileg tíðindi að Kaupþing hafi náð á svo myndarlegan hátt að fjármagna sig næstu mánuðina á mun betri kjörum en skuldatryggingaálag bankans sagði til um! Enn einu sinni brjóta íslensku bankarnir neikvæða umræðu erlendis á bak aftur. Ég tek ofan fyrir drengjunum í Kaupþingi.

Vonandi verður þetta til þess að fjármögnunarvextir íslensku bankanna lækki það verulega að lántakendur íbúðalána þeirra muni ekki sæta óhóflegri hækkun íbúðalánavaxta við 5 ára endurskoðun á vöxtum haustið 2009 og mánuðina þar á eftir.

Reyndar skal því haldið til haga að vextir hækka ekki hjá Íbúðalánasjóði. Þeir sem tóku lán á 4,15% vöxtum munu halda þeirri vaxtaprósendu út lánstímann. Einnig skal haldið til haga að ekki eru öll íbúðalán bankanna með slíkum endurskoðunarákvæðum, en ljóst að bankarnir tapa verulegum fjármunum á þeim lánum sem ekki eru með endurskoðunarákvæði á meðan þeir geta ekki endurfjármagnað sig á lágum vöxtum.

Vextir verðtryggðra húsnæðislána bankanna sem veitt voru haustið 2004 og eru með fimm ára vaxtaendurskoðunar gætu hækkað úr 4,15% vöxtum í 7,80%, að mati Ingólfs H. Ingólfssonar fjármálaráðgjafa í viðtali við Morgunblaðið á dögunum. Vonandi er nýjasta lántaka Kaupþings skref í þá átt að viðskiptavinir bankanna þurfi ekki að sæta slíkum ofurkjörum.

 


mbl.is Kaupþing selur skuldabréf fyrir 1.675 milljónir dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsendur eru fyrir vaxtalækkun Íbúðalánasjóðs í allt að 4,95%!

Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs hefur lækkað verulega í þeim miklu viðskiptum sem verið hafa með skuldabréf í kauphöll undanfarnar vikur og því hafa skapast forsendur fyrir þónokkra lækkun á útlánavöxtum Íbúðalánasjóðs.

Ef Íbúðalánasjóður hefði farið í útboð á íbúðabréfum undanfarnar vikur þá hefðu útlánavextir sjóðsins lækkað. Ef sjóðurinn færi í útboð í dag og ávöxtunarkrafan yrði á svipuðu róli og við lokun markaða í gær, þá væri að líkindum unnt að lækka vexti sjóðsins úr 5,50% niður í allt að 4,95% á lánum með uppgreiðsluálagi og lækkun úr 5,75% allt niður í 5,20% á lánum sem alltaf er unnt að greiða upp á sérstaks uppgreiðslugjalds!

Ekki veit ég af hverju forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs hafa ekki farið í útboð á íbúðabréfum og lækkað vexti - ekki veitir af í því ástandi sem nú er á húsnæðismarkaði - þar sem allt er að frjósa.

Vonandi er það ekki vegna þrýstings ríkisstjórnarinnar sem vill ekki auka styrk Íbúðalánasjóðs með því að hafa enn meiri vaxtamun á íbúðalánum Íbúðalánasjóðs og vaxtaokurs bankanna - sem reyndar eru ekki að lána!

Almenningur bíður eftir þessari vaxtalækkun sem allar forsendur eru fyrir!


mbl.is Annar veltumesti mánuðurinn með skuldabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband