Stórskipahöfn á Selfoss?

Eigum við ekki að byggja stórskipahöfn á Selfossi!

Það er álíka gáfulegt og að byggja varanlega flugstöð í Vatnsmýrinni þegar ljóst er að flugvöllurinn mun fara þaðan fyrr en síðar. Sama hvaða óra Ólafur Friðrik bæjarstjóri í Reykjavík og Kristján Möller sveitamálaráðherra hafa um varanlegan flugvöll í miðbæ Reykjavíkur.

Mér þætti gaman að sjá framan í Gísla Martein og Hönnu Birnu - sem fram að þessu hafa tekið skynsamlega á málunum.

Á virkilega að kasta milljörðum í vitleysu í Vatnsmýrinni - bara til að sitja nokkra mánuði í meirihluta í Reykjavík - þar sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru ekki einu sinni að ná málum sínum fram?

PS. Ætli snillingarnir hafi minnst á það sem skiptir máli - Sundagöng?


mbl.is Samgöngumiðstöð hýsi alla samgöngustarfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúðalánasjóður til aðstoðar bönkum í sjálfskaparvíti og skuldsettum heimilum?

Stjórnvöld geta beitt Íbúðalánasjóði til þess að leggja lausafjársveltum bönkum í sjálfskaparvíti og skuldsettum heimilum lið í þeirri kreppu sem nú virðist vera að leggjast yfir landið eftir  10 mánaða setu ríkisstjórnarinnar. Ef heldur fram sem horfir og stjórnvöld halda áfram að sitja aðgerðarlaus hjá,  þá mun fasteignamarkaðurinn og í kjölfarið byggingariðnaðurinn hrynja með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Vaxtabyrði þeirra heimila sem tóku lán hjá bönkum og sparisjóðum þar sem vextir eru endurskoðaðir á 5 ára fresti mun að líkindum aukast verulega í kjölfar slíkrar endurskoðunar sem hefst á elstu lánunum haustið 2009.  Sú vaxtahækkun bankanna kann að verða dropinn sem fyllir mælin hjá mörgum fjölskyldum og sett fjölda heimila í þrot með skelfilegum afleiðingum fyrir  fjölda barna og foreldra! 

Alfeiðingar slíkrar stöðu setur mark á þessar fjölskyldur langtum lengur en tímabundin efnahagskreppa – jafnvel ævilangt!

Aðgerðir stjórnvalda til þess að koma í veg fyrir kollsteypu fasteignamarkaðar og byggingariðnaðarins gætu verið:

  1. Afnám úrelts viðmiðunar lána Íbúðalánasjóðs við brunabótamat
  2. Leiðrétting á hámarksláni Íbúðalánasjóð úr 18 milljónum í þær 25 sem hámarkslánið ætti að vera ef fyrra viðmiði hefði verið haldið
  3. Afnám stimpilgjalda
  4. Uppsetning skattfrjáls húsnæðissparnaðarreikninga þar sem ungt fólk leggur til hliðar fjármagn vegna innborgunar samhliða því að ríkið taki upp beina styrki til fyrstu kaupenda á móti húsnæðissparnaðinum.

Fyrstu þrír liðirnir gætu tekið gildi strax ef ríkisstjórnin vaknar af dvalanum og stuðlað að mjúkri lendingu efnahagslífsins, en fjórði liðurinn tæki að virka eftir nokkur misseri þegar ungt fólk hefur lagt til hliðar á húsnæðissparnaðarreikninga um eitthvert skeið.

Í bloggi mínu á morgun mun ég skýra frá því hvernig stjórnvöld geta beitt Íbúðalánasjóði til að losa bankakerfið undan því sjálfskaparvíti sem þeir sköpuðu sér í fljótfærni þeirra í vanfjármögnuðum íbúðalánum til langs tíma 2004-2005 og varð til þess að setja efnahagslífið á hvolf. 

Einnig hvernig þær aðgerðir stjórnvalda geta dregið úr fyrirsjáanlegum vaxtahækkunum fjölda heimila haustið 2009 og vorið 2010 á sama tíma og aðerðirnar geta aðstoðað bankakerfið í lausafjárkrísunni.

PS. Vegna fréttarinnar sem þetta blogg tengist - þá gætu stjórnvöld beint því til stjórnar Íbúðalánasjóðs að fara í útboð strax þar sem slíklt útboð myndi tryggja nauðsynlega vaxtalækkun á íbúðalánum. Það yrði liður í að koma í veg fyrir hrun fasteignamarkaðarins.


mbl.is Engin útboð hjá Íbúðalánasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband