Vextir Íbúðalánasjóðs lækkuðu í 5,05% ef farið yrði útboð í dag!

Vextir Íbúðalánasjóðs myndi væntanlega lækka í 5,05% ef farið yrði í útboð íbúðabréfa í dag og ávöxtunarkrafa í útboðinu yrði sú sama og hún var á eftirmarkaði um hádegisbilið í dag. Reyndar gætu vextirnir farið í 4,80% ef Íbúðalánasjóður tæki tilboðum í stysta íbúðabréfaflokkinn, en sjóðurinn hefur ekki tekið tilboðum í þann flokk þrátt fyrir hvatningu Seðlabankans um að gera slíkt, enda myndi sú aðgerð væntanlega rugga lögbundnu jafnvægi í áhættustýringu sjóðsins.

Tekið skal fram að um er að ræða vexti á lánum með ákvæðum um uppgreiðslugjald, en vextir lána sem ætíð er unnt að greiða upp án sérstaks uppgreiðslugjalds, færu úr 5,50% í 5,30%.

Íbúðalánasjóður hefur ekki farið í útboð á íbúðabréfum á þessu ári, en útgáfuáætlanir sjóðsins gerðu ráð fyrir útboðum á fyrsta ársfjórðungi sem nú er að ljúka.

 

 


mbl.is Mikil velta á skuldabréfamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband