Fallast Frakkar og Bretar í faðma?
26.3.2008 | 20:04
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti virtist ná eyrum breskrar þingmanna í Westminster í dag þar sem hann hélt stórmerka ræðu - sem varð til þess að ég hljóp nokkuð lengur á hlaupabrettinu í Hreyfingu en til stóð til að hlusta á kallinn - en það var sýnt beint frá ræðunni á einhverri fréttastöðinni þar sem hin hljómfagra franska var jafnóðum þýdd yfir á engilsaxnesku.
Það er greinilegt að Sarkozy leggur megináherslu á að ná góðum tengslum við Breta og bresku ríkisstjórnina. Ræddi um óaðskiljanlega samtvinnun sögu Englands og Frakklands undanfarin 1000 ár eða allt frá því afkomandi Göngu-Hrólfs - Vilhjálmur bastarður eða sigursæli eins og Sarkozy nefndi hann - hélt frá Normandí til Englands og gerðist konungur þar 1066!
Sarkozy staldraði sérstaklega við þá þakkarskuld sem Frakkar stæðu við Englendinga - sem í tvígang á 20.öldinni hefðu fórnað tugþúsundum sona sinna á vígvöllum meginlands Evrópu til að tryggja frelsi og lýðræði Frakka.
Sarkozy ræddi ekki sérstaklega um það við hverja Englendingar börðust við hlið Frakka í tveimur heimsstyrjöldum - en það fór aðeins um mig hrollur þegar ég mundi hversu köldu andar milli Sarkozy og Angelu Merkel kanzlara Þýskalands!
Sarkozy virðist leggja mikið á sig til að ná góðu sambandi við Breta og mér sýnist allar líkur á að framundan geti verið nýjir tímar náinnar samvinnu þessara ríkja. Reyndar eru hæg heimatökin þar sem Sarkozy og Brown forsætisráðherra Bretlands eru góðir kunningjar frá þeim tíma sem þeir gegndu samhliða embætti fjármálaráðherra í hvoru ríkinu fyrir sig.
Það vekur líka athygli hvað leiðtogarnir ætla að ræða - meðal annars samstarf á sviði hermála, kjarnorkumála og á sviði innflytjendamála!
Þess má geta að forsetafrú okkar mun sitja veislu með hinni nýju forsetafrú Frakklands í Lundúnum ásamt fleiri leiðtogafrúm Evrópu af tilefni heimsóknar Sarkozys.
Hér má reyndar heyra forsetafrúnna frönsku syngja um ástina!
... og hér um eitthvað sem ég hef enga hugmynd um hvað fjallar um - en er bara svo fallegt!
![]() |
Sarkozy heitir að senda fleiri hermenn til Afganistan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vaxtahækkun Seðlabanka bara bull og vitleysa?
26.3.2008 | 08:43
Vaxtahækkun Seðlabankans er bara bull og vitleysa ef eitthvað er að marka Vilhjálm Egilsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í morgunútvarpi Rásar 1 í morgun! Vilhjálmur segir að gengi íslensku krónunnar hefði hækkað þótt Seðlabankinn hefði látið stýrivaxtahækkun eiga sig - og segir stefnu Seðlabankans orsaka miklar sveiflur í hagkerfinu sem séu gríðarlega íþyngjandi fyrir atvinnulífið auk þess sem þær dragi úr trúverðugleika þess.
... og það eru heimilin og atvinnulífið sem blæða!
Vilhjálmur bendir réttilega á að vaxtahækkunin hafi einungis áhrif á lítinn hluta hagkerfisins þar sem stærstur hluti langtímalána eru annað hvort verðtryggð eða í erlendri mynt - þannig að stýrivextir Seðlabanka bíti hægt og illa.
Mig setti hljóðan að heyra í Vilhjálmi!
Get þó huggað mig við að í því ástandi sem nú er - þar sem ástæða er að auka lausafé bankanna - þá rýmkaði Seðlabankinn bindiskyldu íslensku bankanna.
Sú aðgerð er jákvæð og eðlileg - en með þeirri aðgerð staðfesti Seðlabankinn mistök sín í efnahagsmálum haustið 2004 þegar hann klikkaði á því að hækka bindiskyldu íslensku bankana til að draga úr útlánagetu þeirra, en óhófleg fasteignalán bankanna á niðurgreiddum vöxtum haustið 2004 og vorið 2005 setti efnahagslífið á hvolf eins og kunnugt er!
Seðlabankinn hefur í raun gengið gegn þeim rökum sem forsvarsmenn hans hafa beitt fyrir því að hækka ekki bindiskylduna á sínum tíma - eða með öðrum orðum - óbeint viðurkennt afdrifarík mistök sín haustið 2004!!!
![]() |
Áhrif vaxtahækkunarinnar: Heimilum blæðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)