Sjálfstæðismenn - ekki halda blaðamannafundi!

Ég hef verið í dálitlu sjokki yfir blaðamannafundi forsætisráðherrans í vikunni - þar sem hann flutti ekkifréttir af efnahagsmálum þjóðarinnar. Gaf mér rúman sólarhring til að reyna að átta mig á því hvort það hefðu verið einhver dulin skilaboð hjá ráðherranum - en svo virðist ekki vera. Allavega virðast vinir mínir og kunningjar erlendis ekki sjá ljósið ...

... ég gat ekki svarað spurningunni: "Why this press-conference?"

Rifjaði vegna þessa upp blaðamannafundi Sjálfstæðismanna undanfarið - hjá Geir, hjá Vilhjálmi í Valhöll - og hjá núverandi meirihluta í borginni á Klambratúni - þegar þeir tóku við undir forystu Ólafs Friðriks og sex "sjálfstæðis"manna.

Eftir þá yfirferð get ég ekki annað gert en að gefa Sjálfstæðismönnum heilræði:

Ekki halda blaðamannafundi!

 


Bloggfærslur 20. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband