Mun Guðlaugur Þór hneppa hjúkrunarfræðinga í nauðungarvinnu?

Mun Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra hneppa hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum í nauðungarvinnu ef þeir beygja sig ekki undir þær kjaraskerðingar sem breytingar á vaktafyrirkomulagi hjúkrunarfræðinga á skurðdeildum Landspítalans munu væntanlega leiða af sér?

Hótun um að grípa til lagasetningar ef hjúkrunarfræðingarnir beygja sig ekki undir pískinn er með ólíkindum. Það vita það allir sem fylgst hafa með álaginu á starfsfólk Landsspítalans að starfsfólk þar er að gefast upp. Það er ekki hægt að píska það áfram.

Það er ekki hægt að skera meira niður en orðið er - og reka spítalan með fólki í nauðungarvinnu. Nú þegar starfa hjúkrunarfræðingarnir fyrst og fremst vegna hollustu við sjúklingana sem þeim er falið að hjúkra - ekki vegna launanna!  Hótun um nauðungarvinnu gæti slökkt þann síðasta neista sem heldur fagfólki í vinnu á Landspítalanum.

Niðurstaða útboðs á rekstri öldrunardeildar á Landakoti sýnir það svart á hvítu að aðhaldsaðgerðir í rekstri Landspítalans hafa gengið of langt. Draumur ráðherrans um að beita einkavæðingu til að ná niður kostnaði er að breytast í martröð. Það er enginn einkaaðili sem treystir sér til að reka starfsemina með fyrirsjáanlegu tapi.

Einkamarkaðurinn hefur lagt sitt mat á rekstur Landspítalans. Það er hreinlega þannig að það er ekki unnt að ganga lengra í sparnaði. Einkamarkaðurinn mun krejast mun hærri fjárframlaga til að halda uppi sambærilegri þjónustu.

Væri ekki nær að sætta sig við staðreyndir - leggja niður pískinn og fara að reka Landspítalann eins og heiðarlegt fagfólk- ekki þrælahaldarar.

Ég treysti að Guðlaugur Þór leggi niður pískinn og afturkalli hótanir sviðsstjóra á LSH um lagasetningu. Það er ekki í anda hans að beita nauðung - þvert á móti - þá er hefur hann verið talsmaður frelsisins!


mbl.is Lagasetning á hjúkrunarfræðinga ef ekki semst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband