Sópa Suðurnesjamenn nauðsynlegu álveri á Bakka út af borðinu?

Álbræðsla í Helguvík gæti orðið til þess að sópa álveri á Bakka út af borðinu, því ef umhverfisráðherra vill ekki berjast fyrir því að Íslendingar fái auknar losunarheimildir þá er einungis pláss fyrir eitt álver - annað hvort á Bakka við Húsavík eða Helguvík.

Því má halda fram að Sjálfstæðismennirnir á Suðurnesjum séu með ákvörðun sinni að auka byggðavandann á Norður og Norðausturlandi með því að koma í veg fyrir byggingu álvers þar. Reyndar sýnist mér óðagot þeirra við að koma framkvæmdum við álbræðslu í Helguvík af stað beinlínis vera vegna þess að þeir viti af þessari staðreynd og ætli að hreppa hnossið - á kostnað Þingeyinga.

Ég er ekki í vafa um hvort ætti frekar að reisa álver á Bakka eða í Helguvík. Ég vil sjá álver á Bakka - því Suðurnesjamenn hafa margfalt meiri möguleika á annars konar atvinnustarfsemi en Þingeyingar - sem verða að renna fleiri öruggum stoðum undir atvinnulífið þar.

Á Íslandi eru annars vegar álbræðslur sem einungis bræða ál og hins vegar álverksmiðjur sem bræða ál og vinna úr því til dæmis barra, álþráð og bolta með þeim virðisauka fyrir Íslendinga sem því fylgir.

Álbræðslan á Grundartanga er álbræðsla sem ekki áframvinnur álið á Íslandi. Álverið á Reyðarfirði og í Straumsvík vinna meira úr álinu og nýta því losunarkvótan mun betur fyrir efnahagslífið á Íslandi.

Fyrirhuguð álbræðsla í Helguvík er af fyrri taginu og því ekki eins dýrmæt fyrir Íslendinga og fyrirhugað álver á Bakka sem nýta mun losunarkvótan miklu mun betur fyrir íslenskt efnahagslíf - auk þess að skipta miklu meira málið fyrir nærumhverfið en álbræðslan í Helguvík.

Þá má bæta við að með álverinu á Bakka gætu skapast aðstæður til þess að setja á fót völsunarverksmiðju á norðausturlandi þar sem samanlögð framleiðsla Bakka og Reyðaráls yrði það mikil að rekstrarlegar forsendur fyrir slíkri, umhverfisvænni stóriðju skapast.

Suðurnesjamenn!

Sýnið ábyrgð og samstöðu með landsbyggðinni - látið Þingeyingum eftir álverið og losunarkvótann!

 


mbl.is Efast um réttmæti leyfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband