Barack Obama er gegnheill Framsóknarmaður!

Barack Obama er Framsóknarmaður. Já, gegnheill Framsóknarmaður. Það er ekkert flóknara en það! Velkist einhver í vafa ætti sá hinn sami að lesa bók Obamas: The Audacity of Hope: Thoughts on Reclaiming the American Dream.

Maðurinn talar nánast eins og hann væri á flokksþingi Framsóknarflokksins. Er ekki fjarri því að Obama og Eysteinn heitinn Jónsson séu andlega skyldir.

Ég hafði svo sem séð Framsóknartakta í Obama í kosningabaráttunni - en hafði ekki áttað mig á því hversu gegnheill Framsóknarmaður maðurinn er - fyrr en kunningi minn benti mér á að glugga í bókina The Audacity of Hope með þeim orðum að bókin væri klárlega skrifuð af Framsóknarmanni!

Fyrir þá sem telja að það séu ekki Framsóknarmenn í Bandaríkjunum - þá er rétt að leiðrétta þann misskilning. Það er fullt af þeim.

Fyrir þá sem telja að ekki séu samvinnufélög í Bandaríkjunum - þá er rétt að leiðrétta þann misskilning. Það er fullt af þeim.

Það stefnir því allt í að við fáum Framsóknarmann í Hvíta húsið - Bandaríkjunum og heiminum öllum til heilla!


Bloggfærslur 10. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband