Kaupum alinn Ítalanna - Kristján Möller - og borum stórt gat á Mið-Austurland!
Þær fréttir berast að unnt sé að kaupa einn ítalskan al sem notaður var til að bora aðveitugöng að Fljótsdalsvirkjun á hrakvirði - 10%-12% af upphaflegu kaupverði. Kaupverð og kostnaður við viðhald og kaup á nýrri borkrónu á þennan öfluga jarðgangnabor mun geta numið samtals innan við einn milljarð króna - en aðferðafræðin með að bora jarðgöng með risaal mun spara að minnsta kosti 20% af þeim kostnaði sem hefðbundinn jarðgangnagerð kostar.
Að sjálfsögðu eigum við að kaupa alinn Ítalanna - og bora stórt gat á Miðausturland - til að tengja Eskifjörð, Norðfjörð, Mjóafjörð og Seyðisfjörð. Þegar því er lokið á að sjálfsögðu að halda áfram af Héraði til Vopnafjarðar.
Kristján Möller. Nú átt þú leik. Gakktu í málið - náðu samstöðu fyrir austan og í ríkisstjórn - tryggðu fjármagn - þess vegna með einkaframkvæmd ef það er gjaldið til að fá Sjálfstæðisflokkinn með þér í verkefnið - og tryggðu þetta stórkostlega byggðaverkefni.
Ef þú klárar þetta - þá legg ég til að göngin verði nefnd Möllersgöng!
PS. Var að lesa eftirfarandi á Visir.is. Gott ef satt er! Boltinn samt enn hjá Möller - hann þarf að fá ríkisstjórnina til að samþýkkja að bora stórt gat á Mið-Austurland!:
"Vegagerðin er komin í samstarf með Austfirðingum og Norðmönnum í könnun á hagkvæmni þess að nota risabor við heilborun jarðganga fyrir þjóðvegi."
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.3.2008 kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)