Ólafur Friðrik: 1, 2 og Réttarholtsveg í stokk!

Ólafur Friðrik Magnússon borgarstjóri ætti að hefja samráðsverkefnið 1,2 og Reykjavík með því að taka undir með íbúum í Bústaðahverfi þegar þeir segja ! "1,2 og Réttarholtsveg í stokk" og "1,2 og öruggar gönguleiðir yfir Bústaðaveg!"

Reykjavíkurborg hyggst loka vinstri akrein af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut. Alfeiðing þess verður stóraukin umferð um Réttarholtsveg - þar sem umferð er nú allt of mikil og allt og hröð nú þegar.

Það eru ekki góð tíðindi að umferð um Réttarholtsveg aukist enda umferð gangandi barna og unglinga mjög mikil yfir þessa götu sem er í miðju íbúðahverfi og slítur sundur skólahverfi. 

Reykjavíkurborg hyggst setja undirgöng undir Réttarholtsveginn sem mótvægisaðgerð vegna aukinnar umferðar. Undirgöng eru bara ekki nóg!

Íbúar vilja að akandi umferð um Réttarholtsveg verði sett í göng frekar en að byggð verði undirgöng fyrir gangandi vegfarendur. Þannig er einnig hægt að gera meira úr umhverfi svæðisins við Réttarholt, en á þessu svæði eru tveir grunnskólar, tveir leikskólar og félagsaðstaða fyrir aldraða. 

Ef slíkt yrði gert mætti jafnvel bæta við tveimur sambærilegum íbúðarturnum fyrir íbúðir aldraðra og nú eru við Hæðargarð í tengslum við þjónustumiðstöð aldraðra þar! 

Einnig stórbæta aðstöðu kring um Réttarholtsskóla - ekki veitir af!

Á íbúafundi í gærkvöldi kom skýrt fram að íbúarnir eru mjög uggandi um þessar breytingar og krefjast þess að mótvægisaðgerðun vegna þessa verði lokið áður en vinstri beygju verður lokað - ef henni verður lokað sem margir hafa efasemdir um að sé rétt að gera.

En það var fleira sem kom fram.

Íbúarnir ítrekuðu enn og einu sinni nauðsyn þess að setja göngubrýr og undirgöng á hina miklu umferðagötu Bústaðaveg - en Bústaðavegurinn slítur í sundur skólahverfi Réttarholtsskóla og félagshverfi Víkings - og hamlar þannig möguleika þeirra barna sem búa norðan Bústaðavegar að stunda íþróttir með Víkingi sem hefur aðstöðu sína í Víkinni - sunnan þessarar þungu umferðaræðar.

Ólafur Friðrik! 

Ég treysti því að þú sýnir viljann í verki, takir á með okkur hinum í hverfinu þínu og segir: "1,2 og Réttarholtsveginn í stokk!" og einnig "1,2 og öruggar gönguleiðir yfir Bústaðaveg!"

... og ekki bara það - heldur sjáir til þess að þetta verði framkvæmt!

TIL ÍBÚA Í BÚSTAÐAHVERFI!

ENDILEGA SKRIFIÐ ÁLIT YKKAR Í ATHUGASEMDIR VIÐ ÞETTA BLOGG OG SÍNUM BORGARYFIRVÖLDUM AÐ OKKUR ER ALVARA!!!


mbl.is Aukið samráð við íbúa borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband