Óskar Bergsson stimplar sig inn í borgarstjórn

Óskar Bergsson hefur stimplað sig inn í borgarstjórn undanfarið á ákveðinn og málefnalegan hátt. Óskar hefur gagnrýnt hinn nýja meirihluta í nokkrum málum af festu og með vel ígrunduðum rökum. Ég spái því að Óskar eigi eftir að koma borgarbúum þægilega á óvart sem nýr borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, enda þrautseigur baráttumaður og hokinn af reynslu úr borgarkerfinu.

Hinn nýji borgarfulltrúi hefur ekki síst tekið á óðagoti nýja meirihlutans við ótímabær kaup á Laugavegi 4 og 6. 

Óskar hittir naglan á höfuðið - enda bæði húsasmíðameistari og rekstrarfræðingur - þegar hann segir í bókun sinni vegna kaupanna:

"...Kaupin á Laugavegi 4 og 6 og Skólavörðustíg 1A hafa dregið úr trúverðugleika borgarinnar sem skipulagsvalds, hafa sett skipulag Laugavegsreita í uppnám og hleypt upp verði á gömlum húsum í miðborginni. Þessi vinnubrögð eru fáheyrð þar sem virðing fyrir almannafé og vandaðri stjórnsýslu er gefið langt nef..." 

og einnig:

"...Í stað þess að nýta alla þá vönduðu vinnu sem borgarstarfsmenn, borgarfulltrúar og húsverndarsérfræðingar hafa lagt til og hér hefur verið lögð fram, hefur Sjálfstæðisflokkurinn og borgarstjóri gert þessa vinnu að engu og hleypt upp verði á óbyggðum fermetrum í miðborg Reykjavíkur..."


mbl.is Vandaðri stjórnsýslu gefið langt nef
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband