Hugrökk og skynsamleg ákvörðun hjá Einari Kristni!

Einar Kristinn Guðfinnsson sýnir bæði hugrekki og skynsemi með því að ákveða stöðvun loðnuveiða á meðan óvissa ríkir um stofnstærð loðnunnar. Hann sýndi sama hugrekki og skynsemi þegar hann skar niður þorskvótann fyrir þetta fiskveiðiár.

Einar Kristinn hefði að líkindum verið vinsælli í kjördæminu sínu ef hann hefði látið undan og ekki látið fiskistofnana njóta vafans. En hann valdi skynsamlegir leiðina.

Hins vegar verður Einar Kristinn að berja í ríkisstjórnarborðið og knýja fram raunverulegar mótvægisaðgerðir fyrir sjávarbyggðirnar! Það sem ríkisstjórnin hefur kynnt sem "mótvægisaðgerðir" duga bara allt of skammt!

Oft var þörf - en nú er nauðsyn að sjávarútvegsstefnan sé byggðastefna eins og ég sagði í pistli mínum:  Sjávarútvegsstefnan á að vera byggðastefna!


mbl.is Veiðum hætt á hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband