Styrkir Northern Rock Íbúðalánasjóð?
18.2.2008 | 08:55
Á undanförnum misserum hefur verið sett spurningamerki við ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs og því haldið fram að vegna ríkisábyrgðarinnar ætti sjóðurinn ekki að lána öllum almenningi íbúðalán á bestu kjörum. Vegna þessa hefur Eftirlitsstofnun EFTA verið að kanna starfsemi Íbúðalánasjóðs og bíða menn nú niðurstöðu stofnunarinnar.
Því skýtur það skökku við að ríkisstjórn Bretlands geti hreinlega þjóðnýtt Northern Rock bankann - sem er íbúðalánabanki! Þá hefur verið áberandi umræðan um óbeina ríkisábyrgð íslenska ríkisins á íslensku bönkunum - þar sem gengið hefur verið út frá því að ríkið muni koma bönkunum til hjálpar ef illa fer - eins og breska ríkisstjórnin er nú búin að veita Northern Rock beina ríkisábyrgð.
Hvers vegna er þá verið að þjarma að Íbúðalánasjóði?
Er ekki bara rétt að láta sjóðinn í friði og beita honum til að aðstoða almenning á Íslandi til að koma sér þaki yfir höfuðið á bestu möguleg kjörum - og með ríkisábyrgð?
Rök þeirra sem halda því fram að ríkisábyrgð til íbúðalána sé óheimil ættu að heyra í Gordon Brown og bresku ríkisstjórninni!
![]() |
Northern Rock þjóðnýttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)