Sjávarútvegsstefnan á að vera byggðastefna!

Sjávarútvegsstefnan á að vera byggðastefna!

Sá tími er liðinn þegar við Íslendingar sem þjóð áttum allt okkar undir sjávarútveginum.  Við höfum á undanförnum 12 árum náð að renna fjölmörgum nýjum stoðum undir íslenskt efnahagslíf - og þolum því sem heild áföll í sjávarútvegi sem við hefðum ekki þolað fyrir 12 árum síðan.

En því miður þá þola ekki allar sjávarbyggðir landsins áföll í sjávarútvegi - ef það þýðir samdrátt í þeirri undirstöðu sem sjávarbyggðirnar byggja á. Þess vegna eigum við ekki að draga úr umsvifum sjávarútvegsins á landsbyggðinni þar sem útgerð og fiskvinnsla er kjarni mannlífsins. Við eigum að láta samdráttinn koma fram á þeim svæðum þar sem áhrif hans leggja samfélagið ekki í rúst.

Já, við eigum að hætta útgerð og fiskvinnslu í Reykjavík!

Það dettur engum í hug að Reykvíkingar skuli vera stórtækir í sauðfjárrækt - á kostnað landsbyggðarinnar! 

Á sama hátt er engin ástæða fyrir því að Reykvíkingar séu stórtækir í útgerð og fiskvinnslu - á kostnað landsbyggðarinnar!

Einhver kynni að halda fram að það skipti öllu máli að ná hámarks arðsemi út úr atvinnuveginum sjávarútvegi.

Að sjálfsögðu á að nýta auðlindina sem best og með hámarksarðsemi að leiðarljósi - en við höfum bara vel efni á því að minnka heildararðsemi atvinnugreinarinnar - ef það skilar sér í hærri arðsemi og betri stöðu landsbyggðarinnar.

Við eigum að gera breytingar á kvótakerfinu - sem leiða til þess að byggðirnar styrkist. Þær leiðir eru til.

Meira um það síðar í vikunni!


Bloggfærslur 11. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband