Gleðileg jól!
24.12.2008 | 17:29
Óskum öllum ættingjum og vinum
nær og fjær til sjávar og sveita,
gleðilegra jóla, árs og friðar.
Þökkum allt gamalt og gott; hittumst heil á nýju ári.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jóhanna með góða jólagjöf til atvinnulausra
24.12.2008 | 10:56
Jóhanna Sigurðardóttir er með góða jólagjöf til atvinnulausra með því að flýta hækkun atvinnuleysisbóta þannig að hækkun bótanna verður strax 1. janúar í stað 1. mars. Þetta skiptir miklu fyrir þann fjölda fólks sem misst hefur vinnuna að undnförnu.
Ég er ánægður með minn hlut í að Reykjavíkurborg hækkaði hámarksfjárhæð fjárhagsaðstoðar og heimildargreiðslna vegna barna. Á fundi Velferðarráðs sem ég stýrði í fjarveru formanns ráðsins lagði ég til að Velferðaráð í heild bókaði sameiginlega áskorun á aðgerðarhóp borgarráðs vegna fjárhagsáætlunar um slíka hækkuna..
Aðgerðarhópurinn tók tillit til þessa - og hækkaði framlög til fjárhagsaðstoðar. Það mun vinandi koma þeim sem verst eru staddir vel.
![]() |
Flýta hækkun atvinnuleysisbóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |