Menningarsögulegt slys á Hólmavík!
20.12.2008 | 23:35
Ég fæ ekki betur séð en að menningarsögulegt slys hafi orðið á Hólmavík í vikunni - og það fyrir tilstuðlan sveitarfélagsins!
Eftirfarandi las ég á fréttavefnum www.eyjan.is sem sótti fréttina á www.strandir.is :
"Rúmlega sextíu og fimm ára gamall eikarbátur, Hilmir ST-1, sem staðið hefur í tólf ár ónotaður á landi á Hólmavík á Ströndum var rifinn með stórvirkri vinnuvél í vikunni samkvæmt ákvörðun stjórnar sveitarfélagsins"
Ég á erfitt með að skilja þessa ráðstöfun. Er ekki allt í lagi í sveitarstjórninni - hjá þessu ágæta fólki á Hólmavík - bæ sem skartar einu merkilegasta safni á Íslandi - galdrasafni sem er heitið Strandagaldur.
Ég hélt að safnavitundin væriríkari en þetta. Var reynt að selja bátinn fyrst þeir vildu ekki hafa hann á Hólmavík?
Á fréttavefjunum segir einnig:
"Hilmir var smíðaður árið 1942 og hafði smíðanúmer 1 úr dráttarbrautinni í Keflavík. Hann kom til Hólmavíkur tveimur árum árum seinna, á Sjómannadaginn á lýðveldisárinu, og á honum var sóttur sjórinn frá Hólmavík í hálfa öld."
Nánar um þetta á slóðinni: Hólmavík: Rifu 65 ára gamlan eikarbát. Illa komið fyrir sjávarplássi þegar sagan er afmáð
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hin öfluga Framsóknarkona Valgerður Sverrisdóttir starfandi formaður Framsóknarflokksins reið á vaðið á sínum tíma og vildi kanna hvort raunhæft væri að taka upp evru einhliða. Valgerður var í hópi þeirra fyrstu sem áttaði sig á því að íslenska krónan var búin að vera.
Valgerður varð fyrir aðkasti af hálfu Sjáflstæðismanna vegna þessarar hugmyndar á sínum tíma - hugmyndar sem sýnir sig að átti fullan rétt á sér. Eins og Valgerður.
Sjálfstæðismenn virðast nú styðja hugmynd Valgerðar Sverrisdóttur um einhliða upptöku evru - enda langt síðan Sjálfstæðismenn fóru að sakna Valgerðar og ábyrgrar pólitíkur hennar - og fleiri Framsóknarráðherra - úr ríkisstjórninni.
Ég hef verið þeirrar skoðunnar að það sé afar erfitt að taka upp evru einhliða - það þurfi fyrst að ganga í Evrópusambandið. En á undanförnum vikum hef ég aðeins linast í þeirri afstöðu. Ég er farinn að hallast að því að það sé unnt að taka strax upp evru einhliða - en þó þannig að það fylgi yfirlýsing um að upptaka evru einhliða og án inngöngu í Evrópusambandið sé nauðvörn Íslendinga - og að Íslendingar stefni að aðildarviðræðum við Evrópusambandið í kjölfarið.
Ég er ekki viss - en finnst þetta vænlegri kostur nú en áður - vegna þeirrar sérstöku stöðu sem við erum í - hreinlega "force major" ástand!
Útkoman úr aðildarviðræðunum ráða síðan því hvort við göngum í Evrópusambandið eða ekki.
![]() |
Einhliða upptaka gjaldmiðils |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |