Ein af þeim hugmyndum sem við í nýjum meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í velferðaráði ræddum strax í haust var að kanna hvort ekki væri hagkvæmara fyrir Reykjavíkurborg að leigja húsnæði af öðrum til að endurleigja þeim sem rétt eiga á leiguhúsnæði hjá borginni, en að halda áfram kaupum Félagsbústaða á íbúðum, en félagsbústaðir eiga nú yfir 2000 íbúðir í borginni.
Það var ljóst í haust að vegna efnahagsástandsins væru miklar líkur á að fjöldi þeirra sem rétt ættu á leiguíbúð hjá Félagsbústöðum myndi fjölga að óbreyttu og hraðvirkasta leiðin væru að óska eftir leiguíbúðum sem væntanlega fengjust á hagstæðu leiguverði þar sem mikið offramboð er á lausu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Bankahrunið hefur enn ýtt undir þessa þróun.
Hugmynd mín er nú kominn í velferðaráði tillöguformi og mun væntanlega verða afgreidd á næsta fundi velferðaráðs.
Þess má geta að í haust skipaði Velferðaráð sérstakan vinnuhóp til að takast á við húsnæðismálin, bæði bráðavanda og skipulag til langs tíma. Í hópnum eru meðal annars fulltrúar frá öllum flokkum sem sæti eiga í Velferðaráði ásamt embættismönnum. Skemmst er frá því að segja að samstarfið og samvinnan gengur vel enda vinnur meirihluti og minnihluti mjög vel saman að þessu viðfangsefni.
![]() |
Segir brýnt að mæta vaxandi þörf fyrir leiguhúsnæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Margt gott hjá ríkisstjórninni!!!
2.12.2008 | 14:37
Það er margt gott í tillögum ríkisstjórnarinnar - en annað orkar tvímælis. Maður er orðinn svo óvanur að það komi eitthvað af viti frá þessum elskum - að manni verður nánast orða vant!
![]() |
Bjarga á fyrirtækjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Krafan er algjör endurnýjun í forystu stjórnmálaflokkanna!
2.12.2008 | 11:19
Þótt Þorgerður Katrín og Ingibjörg Sólrún skori þokkalega í skoðanakönnunum og stjórnarandstaðan sé aðeins að braggast - þá má lesa úr úr niðurstöðum skoðanakannana að krafan sé algjör endurnýjun í forystu allra stjórnmálaflokkanna!
Einnig VG þótt fylgi þeirra hafi aukist verulega að undanförnu.
Geir er búinn að vera, Guðni er farinn, engin man hver er forystumaður Frjálslynda, Ingibjörg Sólrún hangir enn inni en ekkimeira en það og fólki treystir Steingrími ekki fyrir stjórnvölinum þótt VG skori hátt í skoðanakönnun - stjórnarandstöðunni er hafnað af allt of stórum hluta þjóðarinnar.
Ég spái að flokkarnir verði við vilja stórs hluta almennings og að við sjáum nýja forystu - annað hvort fyrir næstu kosningar - eða strax í kjölfarið.
Svo er nú það!
![]() |
Ánægja með stjórnarandstöðu vex |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |