Það vildi Valgerður líka!

Það vildi Valgerður líka - en lét undan Sjálfstæðisflokknum illu heilli. Framsóknarmaðurinn Obama þarf hins vegar ekki að dröslast með Sjálfstæðisflokkinn - og mun því væntanlega efla eftirlit með fjármálastofnunum í Bandaríkjunum.

Það er soldið framsóknarlegt - ekki satt?


mbl.is Vill efla eftirlit með fjármálastofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer ekki að verða komið nóg af farsa Ólafs Friðriks?

Fer ekki að verða komið nóg af þessum farsa Ólafs Friðriks!

Hvernig getur 1 borgarfulltrúi sakað hina 14 lýðræðislega kjörnu fulltrúana í borgarstjórn aftur og aftur um ólýðræðisleg vinnubrögð - einungis af því að þessir 14 fulltrúar sem hafa að baki sér öll atkvæði Reykvíkinga - nema hin frægu rúmlega 6000 sem oddvitinn F-listans tönglaðist svo á - eru borgarfulltrúanum ekki sammála?

Reyndar sakar Ólafur Friðrik alla 5 borgarráðsfulltrúa af 5 kjörnum borgarráðsfulltrúum um ólýðræðisleg vinnubrögð af því að þeir voru allir 5 sammála!

Hef hef ég eitthvað misskilið grunnlögmál lýðræðisins?

Auðvitað er það lýðræðislegur réttur borgarfulltrúans að bóka hverja vitleysuna á fætur annarri í borgarráði og borgarstjórn - en fer þetta ekki að vera nóg?

Er ekki eitthvað fólk í Frjálslyndaflokknum og F-listanum sem getur - á lýðræðislegan hátt - stoppað þennan farsa?


mbl.is Afgreiðslu fjárhagsáætlunar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raggeitur eða má Hótel Mamma ekki vita um rúðubrotin?

Það er einkennandi fyrir lítinn hóp mótmælenda sem fer um borgina með skemmdarverkum og léttu snjókasti að margir þeirra kjósa að dylja andlit sitt.

Er það vegna þess að þau eru slíkar raggeitur að geta ekki staðið fyrir máli sínu eins og almennilegt fólk og undir nafni eða er þetta til þess að forráðamenn á Hótel Mömmu taki ekki í lurginn á þeim?

Þetta er móðgun við þau hundruð eða þúsundir íslenskra mótmælenda sem á heiðarlegan hátt hafa mótmælt á undanförnum vikum.


mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minni svefn - meira kynlíf!

Lyfjaafgreiðslunefnd hefur tekið stefnuna í kreppunni með verðlagningu sinni: Minni svefn - meira kynlíf!

Fréttin: Svefnlyf hækka í verði – stinningarlyf lækka


mbl.is Svefnlyf hækka í verði – stinningarlyf lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband