Þorleifi Gunnlaugssyni VG barst ekki tölvupóstur frá mér um Unglingasmiðjur
15.12.2008 | 21:01
Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi Vinstri grænna og fulltrúa þess flokks í Velferðaráði sendi fjölmiðlum um helgina tölvupóst sem 16 ára stúlka hafði sent fulltrúum í Velferðaráði, en stúlkan hefur notið þjónustu Unglingasmiðja á vegum Velferðasvið vegna áfalla sem hún hefur orðið fyrir.
Í bréfinu koma fram afar viðkvæmar upplýsingar um hagi stúlkunar. Þorleifur ákvað að senda tölvupóst stúlkunnar til fjölmiðla í pólitískum tilgangi, en láðist að má út nafn stúlkunnar.
Að mínu mati er það athæfi að framsenda fjölmiðlum tölvupóst 16 ára stúlku með persónulegum upplýsingum um hana og staðhæfingum sem greinilega byggja á misskilningi stúlkunnar um ákveðna þætti sem hún er að mótmæla, með öllu óafsakanlegt, jafnvel þótt nafn stúlkunnar hafi verið máð út.
Hins vegar hef ég skilning á því að Þorleifi hafi yfirsést að má nafn stúlkunnar út. Það breytir ekki að verknaðurinn var ekki við hæfi þótt nafn hefði ekki fylgt, en verður óafsakanlegur þegar nafnið slæðist með og ljóst er hvaða stúlku um er að ræða. Reyndar eru allar líkur að ef vilji hefði verið fyrir hendi, þá hefði verið unnt að rekja hver bréfritari er þótt nafnið hefði ekki fylgt.
Hafi stúlkan og foreldar stúlkunnar viljað að bréfið færi til fjölmiðla - en vert er að undirstrika að þegar barn hefur náð 15 ára aldri þá fær það samkvæmt barnaverndarlögum ríkan rétt til að tjá sig um mál er það varðar - þá hefði hún eða foreldrarnir sjálfir átt að koma því til fjölmiðla með tilheyrandi skýringum - en ekki fulltrúi í Velferðaráði! Það er í besta falli ekki við hæfi!
Ég var afar undrandi á því að Þorleifur skyldi framsenda tölvupóst sem fulltrúar í Velferðaráði fengu frá 16 ára unglingi - áfram til fjölmiðla í pólitískum tilgangi
Enn slegnari varð ég yfir því að Þorleifi hafi láðst að má út nafn stúlkunnar.
En fyrst Þorleifur valdi að gera þetta þá undraði það mig mjög að hann léti ekki fylgja svör þau sem ég hafði sent stúlkunni sem varaformaður Velferðaráðs í fjarrveru formanns, við spurningum sem hún spurði, leiðrétta ákveðinn misskilning sem fram kom í bréfinu og setja fram þau rök sem lágu að baki tillögu að breytingum á starfi unglingasmiðja.
Þessi svör mín - og svarpósta stúlkunnar - hafði ég sjálfkrafa sent á þá sem stúlkan hafði sent upphaflega póst sinn - það er fulltrúa í Velferðaráði.
Þorleifur hefur tjáð mér að hann hafi ekki fengið þessa pósta. Það staðfestist þegar póstsamskiptin eru skoðuð - einhverra hluta vegna fékk Þorleifur ekki svarskeytin eins og aðrir meðlimir Velferðaráðs. Væntanlega vegna þess að einungis nafn hans - en ekki netfang - var ritað í haus tölvuskeytisins með bréfi stúlkunnar og ég fékk sent með tölvupósti.
Ég gagnrýndi Þorleif á bloggi mínu fyrir að hafa ekki látið svör mín fylgja fyrst hann ákvað að senda tölvupóst stúlkunnar á fjölmiðla.
Sú gagnrýni mín var ekki réttmæt þar sem hann var ekki með svör mín undir höndum.
Ég bið Þorleif því afsökunar á því að hafa sakað hann um að hafa vísvitandi skilið svör mín eftir þegar hann áframsendi tölvupóst stúlkunnar. Það var greinilega ekki vísvitandi gert.
Hins vegar afsakar það á engan hátt framferði Þorleifs - að senda til fjölmiðla í pólitískum tilgangi persónulegt bréf 16 ára barns til fulltrúa í Velferðaráði.
EKki veit ég hvernig Þorleifur og Vinstri grænir ætla að taka á þessum alvarlegu mistökum. Það er þeirra mál.
En ég get fullvissað lesendur að ef um Framsóknarmann hefði verið að ræða - þá væri málið litið afar alvarlegum augum og við í borgarmálahóp Framsóknarflokksins myndum að minnsta kosti biðja fulltrúa okkar í sambærilegri stöðu að íhuga að segja af sér. Enda hefð að myndast í Framsóknarflokknum að flokksmenn taki ábyrgð á mistökum sínum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Á ekki líka að afskrifa einhver gjöld á Öddu á Útvarpi Sögu?
15.12.2008 | 18:51
Á ekki líka að afskrifa einhver gjöld sem Adda á Útvarpi Sögu skuldar ríkinu? Mér finnst það við hæfi!
Þá finnst mér að ríkið eigi að kaupa tilkynningar og auglýsingar hjá Öddu á Útvarpi Sögu til jafns við þær tilkynningar og auglýsingar sem ríkið kaupir af RÚV ohf.
Hvað finnst ykkur?
![]() |
Afskrifa 123 milljóna skuld RÚV við ríkissjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fæðisgjald á fastandi sjúklinga?
15.12.2008 | 09:45
Var að pæla í því hvort maður þurfi að borga fæðisgjald ef maður er fastandi?
En á án gríns - þá er upptaka fæðisgjalda á heilbrigðisstofnunum ekki eins einföld og hún virðist í fyrstu.
Á að taka gjald af öllum - líka fastandi sjúklingum?
Mega menn sleppa því að borga - en fá sendan mat að heiman?
Hvernig á að taka á þeim sem ekki hafa efni á fæðisgjöldum?
Tja, í það minnsta verða úrlausnarefnin mörg ef taka á upp fæðisgjald.
Fyrir utan pólitíkina um grundvallarspurninguna - er það réttlætanlegt að sjúklingar greiði sérstaklega fyrir matinn!
![]() |
Upptaka fæðisgjalda hugsanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
En ætlar Gulli gegn Geir - næst?
15.12.2008 | 08:01
Hinn knái heilbrigðisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson ætlar ekki gegn Þorgerði varaformanni Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi flokksins. En ætlar hann gegn Geir - næst?
Það er nefnilega hætt við að staða Geirs getið orðið afar veik á þarnæsta landsfundi flokksins, þannig að ef hann hættir þá ekki af sjálsdáðum - þá verði farið gegn honum.
Þá gæti tími Gulla verið kominn - og að baráttan verði við Bjarna Benediktsson. Styrkleiki Guðlaugs er að hann hefur unnið sig upp af miklum dugnaði og baráttuhug án öflgugra ættartengsla - en styrkur Bjarna er að hann kemur úr aðlinum í Sjálfstæðisflokknum - og hefur einnig staðið sig vel sem þingmaður.
![]() |
Ætlar ekki gegn Þorgerði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)