Unglingsstúlkunni hafði verið svarað í tvígang. Hvað vakti fyrir Þorleifi?
14.12.2008 | 16:14
Ágætu bréfi stúlkunnar var svarað af mér sem varaformanni Velferðaráðs í tvígang þar sem málin voru skýrð og réttum upplýsingum um ýmislegt sem stúlkan hafði áhyggjar af komið á framfæri.
Þorleifur hafði þau póstsamskipti undir höndum.
Af hverju ætli Þorleifur hafi ekki sent svörin og póstsamskiptin í heild sinni?
Ætli það hafi komið honum illa - því þar komu fram skýringar á breytingunum - sem felast EKKI í skertri þjónustu heldur breytingum og þróun þjónustunnar!
Var Þorleifur að hafa í huga velferð unglinga í borginni - eða var hann að reyna að fella pólitískar keilur?
Ég get ekki eðli málsins ekki birt tölvusamskiptin enda bundinn trúnaði og veit ekki hver stúlkan og foreldrar hennar eru.
Get þó sagt að bréf stúlkunar voru afar greinargóð og ljóst að þar er um efnilega stúlku að ræða.
En vegna málsins og rangtúlkana Þorleifs og fulltrúar minnilutans í Velferðaráði virti ég hér bókun fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Velferðaráði við afgreiðslu málsins:
"Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Velferðaráði telur mikil sóknarfæri í þróun þjónustu við unglinga sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda vegna félagslegrar einangrunar.
Slíkt starf hefur meðal annars farið fram í unglingasmiðjunumTröð og Stíg með góðum árangri.
Með stofnun sérfræðiteymis verður byggt á starfi unglingasmiðjanna en lögð áhersla á að tengja betur starf félagsmiðstöðva ÍTR og einstaklingsbundins stuðningsúrræði við sértækt starf, fleiri unglingum til hagsbóta.
Með vinnu teymisins verður einnig hægt að styrkja starf félagsmiðstöðvamiðstöðva ÍTR og einstaklingsbundin stuðningsúrræði, eins og persónulega ráðgjafa og liðveislu á sviði Velferðasviðs.
Meirihluti Velferðaráðs leggur áherslu á að innihald þjónustunnar er það sem fyrst og fremst skiptir máli en ekki það húsnæði sem starfsemin er rekin í.
Meirihluti Velferðaráðs telur að það fjármagn sem til verkefnisins er ætlað og önnur stuðningsúrræði Velferðaráðs og borgarinnart tryggi að þjónusta skerðist ekki.
Við útfærslu á starfi teymisins verður meðal annars nýtt ráðgjöf og stuðningur frá ADHD samtökunum, en ljóst er að hluti af þeim sem nýtt hafa þjónustu unglingasmiðjanna eru börn sem greinst hafa með ADHD."
PS.
Í LJÓS HEFUR KOMIÐ AÐ ÞORLEIFI BARST EKKI ÞESSI SVARPÓSTUR FRÁ MÉR ÞÓTT ALLIR AÐRIR Í VELFERÐARÁÐI HAFI FENGIÐ HANN. ÉG BIÐ ÞORLEIF ÞVÍ AFSÖKUNAR Á AÐ HAFA SAKAÐ HANN UM AÐ HAFA VÍSVITANDI EKKI SENT ÞAU SVÖR MEÐ ÞEGAR HANN SENDI BRÉF STÚLKUNNAR. ÞAÐ BREYTIR ÞÓ EKKI AÐ ÞAÐ ER AFAR ALVARELGT AÐ ÞORLEIFUR SEM FULLTRÚI Í VELFERÐARÁÐI SENDI FJÖLMIÐLUM PERSÓNULEGR BRÉF 16 ÁRA STÚLKU SEM SENT VAR EINSTÖKUM FULLTRÚUM Í VELFERÐARÁÐI.
´
NÁNAR UM ÞAÐ Á BLOGGINU: http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/745782/
![]() |
Álasa ekki Þorleifi fyrir bréfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.12.2008 kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)