39% hækkun álagningar á bjór eykur innlenda framleiðslu!

Það er ekki rétt að 39% hækkun álagningar ríkisins á bjór dragi úr íslenskri bjórframleiðslu. Þetta mun reyndar væntanlega ganga að nýju, góðu og skemmtilegu bjórhúsunum fyrir norðan og austan dauðum!

En á móti mun heimabrugg á bjór blómstra sem aldrei fyrr!

... og kannske fer maður að fá aftur landakaffi eins á Vopnafirði og Borgarfirði eystra á sínum tíma - þegar afar langt var í ÁTVR!

Vandamálið við það heimabrugg er að ríkið fær engar tekjur af slíku.  Vandamálið er það að ríkið missir tekjur af bjórframleiðiendunum sem munu hætta starfsemi - og starfsfólkið jafnvel neytt inn á atvinnuleysiskrá.

Vandamálið er einnig að hækkun álagningar ríkisins á bjór, bensín og sitthvað fleira mun hækka neysluvísitöluna og kynda undir verðbólguna!

Skál fyrir ríkisstjórninni!


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband