Jón Ásgeir hleður undir Ágúst Ólaf!
12.11.2008 | 23:37
Jón Ásgeir Jóhannesson hleður undir Ágúst Ólaf Ágústsson formann viðskiptanefndar Alþingis pólitískt með því að hóta Ágústi Ólafi málssókn ef hann hætti ekki við að knýja bankastjóra ríkisbankanna svara um lánafyrirgreiðslu til Rauðsólar, fyrirtækisins sem keypti á dögunum fjölmiðlahluta 365 hf.
Enda greip Ágúst Ólafur tækifærið fegins hendi og tekur fast á móti hótunum Jóns Ásgeirs og segir hann ekki stjórna dagskrá viðskiptanefndar Alþingis.
Ágúst Ólafur segir einnig á Eyjunni:
Það er með nokkrum ólíkindum að menn telji að þeir geti komist upp með að hóta þingmanni lögsókn ef hann spyr ákveðinna spurninga sem eru lagðar fram fyrir hönd almennings
Þetta er pólitískur happafengur fyrir Ágúst Ólaf!
![]() |
Fallið verði frá kröfu um upplýsingagjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Velheppnað áfangaheimili rekið áfram á sama stað
12.11.2008 | 18:57
Vel heppnað heimili fyrir karlmenn með áfengis- og vímuefnavanda, sem sett var í fyrsta haust mun verða rekið áfram, á sama stað enda starsemi þess gengið vel og bæði íbúðar heimilins og nágrannar þeirra almennt sáttir með starfsemina. Þetta var ákveðið á fundi Velferðarráðs í dag.
verði óbreytt
Á sínum tíma var ákveðið að meta staðsetninguna eftir fyrsta starfsárið og hefur Velferðarsvið Reykjavíkurborgar birt skýrslu um starfsemi heimilisins. Í skýrslunni kemur fram að starfsemin hafi gengið vel og að tekist hafi að skapa heimilismönnum öruggt heimili og bæta með því lífsgæði þeirra.Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytið gerðu árið 2006 með sér samning um stofnun heimilis fyrir karlmenn sem glíma við áfengis- og vímefnavanda og eiga hvergi samastað. Heimilið hýsir 8 manns og er markmiðið að veita heimilislausum trygga búsetu og stuðning til að byggja sig upp með það í huga að þeir geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum.
Á heimilinu er sólarhringsvakt og fá heimilismenn heildstæða félagslega ráðgjöf og stuðning en í forsvari fyrir heimilið er forstöðumaður auk annars starfsfólks. Lögð er áhersla á að einstaklingurinn nái bættri félagslegri færni og líðan með því að hafa fasta umgjörð um daglegt líf. Heimilið er rekið í formlegu og óformlegu samstarfi við ýmsa aðila, t.d heilsugæslu, lögreglu og SÁÁ.
Í október 2008 var starfsemin metin frá sjónarhóli nágranna, heimilismanna og aðstandenda þeirra. Niðurstöður lýsa mikilli ánægju heimilismanna og aðstandenda með heimilið og búsetuna og bætt lífskjör í kjölfar dvalarinnar þar. Lögð var sérstök áhersla á að ná til nágranna heimilisins og var meirihluti þeirra sem náðist í jákvæður gagnvart starfseminni. Jafnframt telja nágrannar sig vera í góðu samstarfi vegna reksturs heimilisins.
Það er afar ánægjulegt að svo vel hafi til tekist með starfsemi heimilisins og í ljósi góðrar reynslu hefur verið ákveðið að staðsetning heimilisins verði óbreytt og kapp lagt á að efla enn frekar samvinnu við nágranna og koma til móts við þarfir þeirra og heimilismanna.
Sláum við ekki bara $ 6.000.000.000 hjá Kínverjum og Rússum?
12.11.2008 | 08:17
Gefum við þá ekki IMF upp á bátinn og sláum $ 6.000.000.000 dollara lán hjá Kínverjum og Rússum, afboðum breskar herþotur og förum í mál við bresku ríkisstjórnina? Við gætum meira að segja beðið Rússa að koma og verja loftrýmið okkar!
Kínverjar eiga nóg af dollurum og Rússar eiga nóg af herþotum!
Svo má ekki gleyma pólska láninu. Var það nokkuð skilyrt viðbót við IMF lánið?
![]() |
Afgreiðslu umsóknar frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |