Bráðabirgðastjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í ESB viðræður?

Bráðabirgðastjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks mun ekki halda út nema að Sjálfstæðisflokkurinn breyti um stefnu í Evrópumálum og samþykki að hefja aðildarviðræður. Samfylkingin mun ekki geta setið undir þrýstingi þjóðarinnar í þeim efnum, hvað þá að gera ekki neitt og láta Framsóknarflokkinn taka forystuna í baráttunni fyrir aðildarviðræðum.

Er Geir að gefa í skyn að Sjálfstæðisflokkurinn sé að breyta um stefnu með því að segja að kosningum verði ekki flýtt?

Jóhanna Sigurðardóttir er búin að leggja línurnar um að semja eigi nýjan stjórnarsáttmála og aðgerðaráætlun. Þar hlýtur Samfylkingin að krefjast aðildarviðræðna.

Það er deginum ljósara eftir kjördæmisþing Framsóknarmanna undanfarið að lægsti samnefnari flokksins í Evrópumálum sem hafa verið ofarlega á baugi á þeim flestum,  er að leggja strax undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hefja eigi slíkar viðræður.

Jafnvel gæti flokkurinn gengið skrefinu lengra og ályktað um að ganga eigi til aðildarviðræðna strax og að niðurstaða slíkra viðræðna verði borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Væri Samfylkingunni þá sætt í ríkisstjórn sem berst gegn aðildarviðræðum?

Held ekki.

Því er ljóst að annað hvort verður kosningum flýtt eða Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir að minnsta kosti að bera skuli það undir þjóðina fljótlega hvort hefja skuli viðræður við ESB - ef ekki að ganga til viðræðna strax.


mbl.is Kosningum ekki flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrot í boði Seðlabanka, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar

Það ganga yfir fjöldagjaldþrot í boði Seðlabanka, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hávaxtastefna Seðlabanka, aðgerðarleysi og síðan fum og fát ríkisstjórnar Geirs Haarde eru að leggja landið í rúst.


mbl.is Mörg fyrirtæki eru tæknilega gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband