Þráhyggja og veruleikafirring!

Það er merkileg þráhyggja og veruleikafirring formanna þriggja stjórnmálaflokka að halda því fram að ekki sé tímabært að ræða hugsanlega aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þjóðin er þeim ekki sammála.

Krónan er ónýt og nú er einmitt tækifærið að kasta krónunni og taka upp Evruna. Það jafnvel nánast strax.  Eftir því sem ég kemst næst uppfylla fæst lönd Evróðusambandsins skilyrði fyrir inngöngu í myntbandalag Evrópu. Við slíkar aðstæður er tækifæri fyrir Ísland að komast hratt og öruggleg inn í Evrópusambandið og myntbandalagið.

Eigum við að stinga upp á að íslensk króna verði lögð niður og Evran tekin upp miðað við gengisvísitölu 137?


mbl.is Ekki tímabært að ræða um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott helgarfrí - en langavitleysan heldur áfram...

Það var frábært í sumarbústaðnum Tintu við Gíslholtsvatn um helgina! Frábærlega fallegt og gott veður og kyrrðin dásamleg. Ekkert blogg, engin blöð, engar fréttir! Bara rólegheit með fjölskyldunni í vetrarfríinu.

Ég var að vona að langavitleysa undanfarinna vikna stoppaði þegar ég hætti að fylgjast með fjölmiðlum og hætti að rífa kjaft á blogginu í nokkra daga. Sá hins vegar þegar ég kom í menninguna aftur upp úr hádeginu í dag að langavitleysan hafði bara haldið áfram - og mun bara halda áfram! 

Davíð, Geir og Ingibjörg sjá til þess.

En það spillti hins vegar ekki góðu helgarfríi!


Bloggfærslur 27. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband