Brandari minn um skilanefnd á Seðlabankann mislukkaður?
21.10.2008 | 23:24
Brandarinn minn um að það þyrfti skilanefnd á Seðlabankann var líklega mislukkaður! Ef marka má DV.is þá er raunveruleg hætta á að það verði sett skilanefnd á Seðlabankann!
Var að lesa eftirfarandi frétta á DV.is:
"Heimildir DV herma að Seðlabankinn hafi ofmetið fjárhagsstöðu sína og sýnt styrk sem ekki stóðst þegar litið var til veða sem bankinn var með fyrir skuldabréfum. Þetta hafi sett strik í reikninginn og bankinn þess vegna kallað eftir auknum ábyrgðum upp á allt að 300 milljörðum króna frá sparisjóðunum, Saga Capital, Straumi Burðarási og fleiri bönkum. Þarna var í raun um að ræða allt að 300 milljarða króna ofmat bankans sem ekki hafi farið framhjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Viðvörunarbjöllur í bankanum hafi ekki farið í gang fyrr en starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fóru að spyrjast fyrir.
Heimildarmenn DV velta fyrir sér erfiðri fjárhagsstöðu Seðlabankans og hvort ekki muni koma til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðuririnn setji þangað inn skilanefnd, líkt og Fjármálaeftirlitið gerði varðandi Glitni, Kaupþing og Landsbankann sem í raun voru í svipaðri stöðu og Seðlabankinn nú og skorti veð til að skuldabréf stæðu undir verðmæti sínu. Krafan um veðið hefur valdið uppnámi hjá sparisjóðunum og fleiri bönkum. Heimildir DV herma að þegar einn forsvarsmanna þeirra spurðist fyrir um það í Seðlabankanum hver ástæðan væri hafi hann fengið þau svör að Seðlabankinn væri ,,tilneyddur". Það svar bendir til þess að bankinn hafi ekki þær tryggingar sem þarf og staða hans sé ekki í samræmi við það sem ætlað var."
Skilanefnd á Davíð og Seðlabankann?
21.10.2008 | 08:27
Það skyldi þó ekki enda svo að við neyðumst til að setja skilanefnda á Seðlabankann? Reyndar er löngu ljóst að það þarf að endurnýja bankastjóraliðið þar - og stjórn Seðlabankans!
Hef áður stungið upp á Samfylkingar Jóni Sigurðssyni sem seðlabankastjóra - enda afar vandaður maður.
Það gengir því miður ekki. Jón er í stjórn Seðlabankans - og sagði ekki af sér eins og Sigríður Ingibjörg. Hann ber því ábyrgð á ruglinu í Seðlabankanum.
Jón er líka stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Hann ber því ábyrgð á mistökum Fjármálaeftirlitsins.
Illa farið með góðan mann!
![]() |
Fjármálafyrirtækin í vanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fallnar stjörnur vilja Rússagull!
21.10.2008 | 08:20
![]() |
McCain biðlar til Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |