Stútaði Davíð Oddsson krónunni?
2.10.2008 | 18:26
Krónan er ónýt. Það sjá allir. En var það Davíð Oddsson sem stútaði krónunni?
Förum aðeins yfir sviðið:
1. Davíð Oddsson kom í veg fyrir að íslensku bankarnir gerðu upp í evrum.
2. Davíð Odsson þráaðist við að stækka gjaldeyrisforða Íslands
3. Davíð Oddsson rústaði tiltrú á veðum íslenska bankakerfisins með því að hunsa veð Glitnis
Ætli þessi atriði hafi styrkt krónuna eða veikt hana?
![]() |
Gjaldeyriskreppa á Íslandi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Krónan og hagkerfið of lítið - prófum Evrópusambandið og Evru!
2.10.2008 | 12:36
![]() |
Hlutabréf og króna hríðfalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
De ja vu! Stórtíðinda að vænta frá Kaupþingi?
2.10.2008 | 07:51
"Sigurður sagðist hafa dvalið erlendis undanfarið og viljað fara yfir stöðu efnahagsmála með forsætisráðherra, ekki hafi gefist tími til þess fyrr en nú"
Þetta segir Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings eftir kvöldfund með Geir Haarde í Stjórnarráðinu ef marka má forsíðu Moggans.
"Við vorum að fara yfir málin almennt" segir Sigurður.
Halló! Hef ég ekki einhvern tíma heyrt þetta áður í stjórnarráðinu?
Þá var fullyrt að ekkert væri í gangi - verið væri að fara yfir málin almennt - en í kjölfarið komu stærstu tíðindi í íslenskum stjórnmálum um langa hríð!
Ætli það sé stórtíðinda að vænta frá ríkisstjórninni og Kaupþingi?
Ég bara spyr.
![]() |
Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)