Vinstri miðjustjórn um þjóðarsátt í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum!

Það er þjóðarnauðsyn að koma á fót vinstri miðjustjórnarstjórnar sem hafi það meginmarkmið að ná þjóðarsátt í efnahagsmálum, atvinnumálum og félagsmálum.

Það er fullreynt að Sjálfstæðisflokkurinn nái utan um verkefnið og því er það skylda hans að skila keflinu til flokka á miðju og vinstri væng stjórnmálanna.

Það er einnig skylda þeirra flokka að ná saman um heildstæða þjóðarsáttarstefnu og koma Íslandi út úr þeim ógöngum sem Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn og Seðlabanka hefur komið henni í.

Meðal efnisatriða í stjórnarsáttmála ætti meðal annars að vera:

  1. Samvinnuráð í efnahagsmálum þar sem sitja meðal annarra fulltrúar verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda, viðskiptslífsins, Seðlabanka og stjórnmálaflokka á þingi. Verkefnið verði að ná þjóðarsátt í efnahags og atvinnumálum.
  2. Endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands
  3. Endurskoðun barnabótakerfisins með hækkun barnabóta og innleiðing fjölskyldukorta
  4. Húsnæðisbótakerfi sem taki mið af stöðu fjölskyldna óháð búseturformi
  5. Samvinnuráð um könnunarviðræður við Evrópusambandið um möglega inngöngu Íslands í sambandið eða aukaaðild að myntsamstarfi sem felist í stöðugleikasamningi við seðlabanka Evrópu
  6. Alhliða endurskoðun stjórnarráðsins
  7. Aðskilnaður Alþingis og ríkisstjórnar - ráðherra láti af þingmennsku
  8. Aukið vægi Alþingis meðal annars með stofnun sjálfstæðra þingnefnda
  9. Samvinnuráð um byggðamál
  10. Skattar renni til sveitarfélaga sem greiði útsvar til ríkisins
  11. Veruleg stækkun sveitarfélaga
  12. Flutningur helstu málaflokka til stækkaðra sveitarfélaga
  13. Innleiðing alvöru jafnréttisstefnu

Óska eftir feliri hugmyndum og útfærslum á stjórnarsáttmála.

Óska einnig eftir viðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks og Frjálslyndaflokksins um mögulega vinstri miðjustjórn um þjóðarsátt!


mbl.is 57 milljarða króna halli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband