ASÍ virðist ganga bónleitt til búðar!

Viðbrögð forsætisráðherra sem virðist taka dræmt í hugmyndir ASÍ um sértæka hækkun skattafrádráttar hinna lægst launuðu - og sérkennilegt inngrip framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í samtal ASÍ og ríkisstjórnarinnar - virðast benda til að ASÍ gangi bónleitt til búðar!

Ræddi það meðal annars í bloggi mínu  "Gengur ASÍ bónleitt til búðar?" í síðasta mánuði.

Ef sértæk hækkun skattafrádráttar er ekki rétta leiðin - þá verður ríkisstjórnin að finna aðra leið! 

Það er er eðlilegt að dregið verði úr skattbyrði hinna tekjulægstu, þótt skattalækkanir nú gætu orðið til að ýta undir verðbólguna - sem hefur verið á fullri ferð í tíð þessarar ríkisstjórnar. 

Ríkisstjórnin verður bara að fara í mótvægisaðgerðir sem bitnar á öðrum en barnafjölskyldum og láglaunafólki vegna mögulegra áhrifa bættra kjara þessara hópa á efnahagslífið. Auglýsi eftir tillögum um slíkar mótvægisaðgerðir!


mbl.is Kostnaðurinn þrefalt minni en SA telur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband