Gott innlegg hjá Gísla Marteini sem vill byggð í Vatnsmýri og Örfirisey!

Það var gott innleggið hjá frænda mínum Gísla Marteini í fréttum RÚV þar sem hann segir áríðandi að hugsa til framtíðar og skipuleggja ný hverfi í Reykjavík. Hann vill byggð í Vatnsmýri og í Örfirisey og segir þjóðhagslegan sparnað af því geta numið allt að fimm mijörðum á ári miðað við byggð austast í borginni.

Gísli Marteinn ætlar ekki að lúffa fyrir pólitískum stundarhagsmunum sem felast í því að hafa núverandi borgarstjóra góðan fram yfir kosningar.

Gísli Marteinn segir að eingöngu sé búið að skipuleggja byggð fyrir 12.000 manns í Úlfarsfelli þar sem framkvæmdir eru hafnar. Í Örfirisey væri hægt að reisa byggð fyrir 15.000 manns ef samgöngur þar yrðu bættar og í Vatnsmýri fyrir 20.000 manns. Þá verður flugvöllurinn reyndar að færast til eins og hver heilvita maður ætti að sjá - með allri virðingu fyrir afstöðu margra góðra vina minna af landsbyggðinni!

Þarna fylgir Gísli Marteinn eftir baráttumáli frænda míns Björns Inga sem vann hörðum höndum að undirbúa skynsamlega íbúðabyggð í Örfirisey.

Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða Íslendingar 438.000 árið 2050. Hlutfall höfuðborgarbúa af heildarmannfjölda landsins er 37,6%. Verði það hlutfall óbreytt árið 2050 má gera ráð fyrir að Reykvíkingum fjölgi um 47.000 á næstu fjórum áratugum.

Það er því eins gott að huga að skynsamlegri uppbyggingu byggðar - og ganga frá Sundabraut í göng sem allra fyrst - til að anna óhjákvæmilegri umferð.  Hugmyndir "ónefndra heimildarmanna ríkisútvarpsins" sem hafa ákveðið að vinna gegn Sundabrautargöngum með neðanjarðarstarfsemi - gegn þeirri aðgerð ætti að grafa í snatri ef þessi spá Hagstofunnar gengur eftir.


Bloggfærslur 31. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband