Þjóðin að yfirgefa krónuna!

Þjóðin er að yfirgefa krónuna. Gengisbundin lán heimilanna námu 138 milljörðum í desember. Þetta er í takt við niðurstöður skoðanakannana Capacent Gallup þar sem fram kom meðal annars að 42,6% þeirra sem telja sig munu festa kaup á næstu misserum gera ráð fyrir að taka myntlán - en ekki krónulán. Þetta hlutfall var einungis 9,7% í sambærilegri könnun í desember 2006.

Stjórnvöld geta ekki stungið hausinn í sandinn hvað þetta varðar. Mín skoðun er sú að við eigum að undirbúa inngöngu í Evrópusambandið og taka upp Evruna. Fyrsta skrefið í því er að koma efnahagsmálunum í skikk. Annað að skilgreina samningsmarkmið okkar og í þriðja lagi að hringja í gamlan vin minn úr NCF - Finnan Olli Rehn og ganga frá þessu. Það ætti ekki að taka langan tíma.


mbl.is Gengisbundin lán heimila í sögulegu hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband