Spesía komin á fullt!
2.1.2008 | 18:40
Spesía komin á fullt og Íbúðalánasjóður að baki. Fyrsti vinnudagurinn í eigin alhliða ráðgjafarfyrirtæki í dag. Fullt að gera - bæði verkefni fyrir aðra - sem jú gefa tekjurnar - og fyrir Spesíu sjálfa - sem verið er að ýta úr vör.
Það er ýmislegt sem þarf að huga að þegar nýtt fyrirtæki er sett á fót - og heilmikil vinna í gangi.
Er að undirbúa kynningu og leita nýrra verkefna.
Gaf mér þó tíma upp úr hádeginu að ganga í miðja Esjuna með fjölskyldunni - og fara síðan með hana í sund. Það er að segja fjölskylduna - ekki Esjuna!
Kallar á vinnu í kvöld í staðinn.
Logoið klárt eins og sjá má hér að neðan!
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)