Spesía komin á fullt!

Spesía komin á fullt og Íbúðalánasjóður að baki. Fyrsti vinnudagurinn í eigin alhliða ráðgjafarfyrirtæki í dag.  Fullt að gera - bæði verkefni fyrir aðra - sem jú gefa tekjurnar - og fyrir Spesíu sjálfa - sem verið er að ýta úr vör.

Það er ýmislegt sem þarf að huga að þegar nýtt fyrirtæki er sett á fót - og heilmikil vinna í gangi.

Er að undirbúa kynningu og leita nýrra verkefna.

Gaf mér þó tíma upp úr hádeginu að ganga í miðja Esjuna með fjölskyldunni - og fara síðan með hana í sund.  Það er að segja fjölskylduna - ekki Esjuna!

Kallar á vinnu í kvöld í staðinn. 

Logoið klárt eins og sjá má hér að neðan!

Spesia (2)


Bloggfærslur 2. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband