Hrekjast íslensku bankarnir úr landi?
11.1.2008 | 20:20
Seðlabankinn er mótfallinn því að innlend fjármálafyrirtæki taki alfarið upp erlendan gjaldmiðil í reikningshaldi sínu. Eflaust eru rök þeirra góð og gild. En spurningin er hvenær íslensku bankarnir hætta að vera íslenskir. Er kannske hætta á að þeir yfirgefi Ísland og íslensku krónuna í kjölfar þessarar andstöðu Seðlabankans?
Ég bara spyr.
Minni enn á hugmynd mína um að við tökum upp færeysku krónuna! Tökum upp færeysku krónuna!
![]() |
Seðlabanki andvígur evrubókhaldi fjármálafyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vegagerðin og gömul stöð belja
11.1.2008 | 08:30
Vegagerð ríkisins minnir mig oft á staða belju sem var að gera mér lífið leitt þegar ég var kúasmali. Það var gersamlega ómögulegt að koma henni úr stað ef hún hafði ákveðið eitthvað - hversu heimskulegt sem það var. Ef hún tók það í sig að vilja ekki af básnum út í góða veðrið að úða í sig ilmandi grasið - þá var nánast ómögulegt að hnika henni. Ef hún tók það í sig að vilja ekki heim að láta mjólka sig - þá þrýsti hún klaufunum ofan í svörðin og stóð þar pikkföst!
Vegagerðin ætlar ekki að leggja Sundabrautina í göng. Hversu heimskulegt sem það er að gera það ekki. Tekur sig til og smyr öllum þeim mögulega kostnaði sem unnt er að láta sér detta í hug við gerð kostnaðaráætlunar gangna vegna Sundabrautar til þess að reyna að fá sína leið fram. Mér þætti gaman að sjá sambærilega aðferðafræði við kostnaðaráætlanir vegna annarra jarðgangna!
Auðvitað á að leggja Sundabrautina í göng. Reyndar á ekki að láta þar staðar numið í gangnagerð á höfuðborgarsvæðinu - heldur beita göngum víðar til að leysa umferðavandann - þótt það kosti peninga.
Á sama hátt er Vegagerðin enn að ströggla við fáránlegar hugmyndir sínar um 2+1 þjóðveg út frá höfuðborgarsvæðinu´- í stað þess að leggja almennilegan veg. Ef Vegagerðin hefði ráðið þá hefði Reykjanesbrautin orðið slík braut. Skiptir þá engu að allir aðrir eru hættir slíkri vitleysu vegna slysahættu og óhagkvæmni til langs tíma litið.
Heimskulegasta vegaframkvæmd síðar tíma er í Svínahrauni á leiðinni austur fyrir fjall. Í stað þess að leggja þar 4 akreina veg - þar sem hráefnið í veginn var í vegastæðinu - þá er þessi kúdelluhugmynd 2+1 orðin að veruleika - ökumönnum flestum til mikillar armæðu. Allir aðrir en Vegagerðin sjá hversu vitlaust það fyrirkomulag er.
Það versta er að samgönguráðherrar hafa látið Vegagerðina hlaupa með sig í gönur fram að þessu - og mér sýnist hinn ágæti Siglfirðingur sem nú situr í samgönguráðuneytinu ætli að lenda í sama fjóshaugnum - en vonandi sér hann að sér.
![]() |
Vegagerð með bæði belti og axlabönd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)