Femínistar ættu að kjósa Framsókn!

Femínistar ættu að kjósa Framsókn því staðan í jafnréttismálum stjórnmálaflokkana blasir við þegar skoðaður eru oddvitar flokkanna.

Það dugir að mínu viti ekki fyrir kallana í VG að fría sig frá kynjaójafnvæginu hjá leiðtogum kjördæmanna með því að kalla sig feminista. Sömu kallarnir fyrir það.  Þeir mega þó samt eiga það að geta státað af tveimur konum á móti fjórum kallfeministum.

Sjáfstæðisflokkurinn er náttúrlega úti á þekju í jafnréttismálunum hvað þetta varðar. Ein kona - og bara ein kona ráðherra!

Samfylkingin í sama ójafnréttisgírnum. Ein kona leiðir lista.

Frjálslyndir náðu að draga fram eina konu á móti fimm köllum. Smá viðleitni en lýsir karllægninni í þeim ágæta flokki.

Ég veit það fer ferlega í pirrurnar á VG feministunum og vinkonum mínum í Samfylkingunni -  en það er óumdeilt að Framsóknarflokkurinn skákar öllum flokkunum í jafnréttismálunum. Þrjár konur og þrjár karlar leiða listana. Þrjár konur og þrír karlar skipa ráðherrastólana.

Þannig að ef eingöngu ætti að kjósa um jafnréttismál - þá tala verkin hjá Framsókn - og þann flokk ættu jafnréttissinnarnir að kjósa.  Það er bara ekki nóg að vera kall og kalla sig feminista. Það breytir ekki samfélaginu í jafnréttisátt!

Áfram Framsókn í jafnréttismálum - ekkert stopp!


Framsókn fyrir mömmur og pabba!

Það er engin tilviljun að það er best að vera mamma á Íslandi. Þetta er árangur Framsóknar fyrir mömmur!

Þótt það megi benda á eitt og annað sem mætti gera enn betur í heilbrigðis- og félagsmálunum, þá hefur 12 ára seta Framsóknarmanna í þessum lykilráðherraembættum velferðar tryggt þessa stöðu. Viðsnúningur úr atvinnuleysi og efnhagslegri lægð á tímum Viðeyjarskottu var snúið í Framsókn árið 1995.  Við höfum verið að uppskera ávexti þeirrar Framsóknar síðan - eins og meðal annars má sjá úr þessu.

Þá er ónefnd Framsókn í fæðingarorlofsmálum - en allir vita að það er líka langbest að vera pabbi á Íslandi - þar sem feður fá alvöru tækifæri að vera með börnum sínum fyrstu mánuðina.

Og Framsóknin heldur þar áfram - ef kjósendur ranka við sér á síðustu metrunum og veita Framsókn áfram brautargengi!


mbl.is Best að vera móðir í Svíþjóð og á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband