Framsókn vantar aðeins herslumuninn!
6.5.2007 | 17:57
Framsóknarflokkinn vantar aðeins herslumuninn til að tryggja Jóni Sigurðssyni formanni flokksins þingsæti í Kjalnesingakjördæmi - Reykjavík norður. Fylgi flokksins var nánast ekkert í skoðanakönnunum þegar formaðurinn tók 1. sætið á framboðslistanum, en er nú komið í 7%.
Það sama er að segja í Suðvesturkjördæmi þar sem Siv Friðleifsdóttur vantar einungis herslumuninn til að tryggja sér þingsæti.
Kjósendur í þessum kjördæmum ættu að hugsa sig tvisvar um og velta fyrir sér mannkosti þessara frábæri frambjóðenda áður en þeir ákveða að kjósa aðra framboðslista - jafnvel lista sem ekki eiga séns á að koma manni að. Ég veit að innan annarra flokka má finna sambærilegt mannkostafólk, en það er alveg ljóst að þar er ekki að finna fólk sem stendur þeim Jóni og Siv framar.
![]() |
Gallupkönnun: Formaður Framsóknar nær ekki kjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |