Ekki benda á mig!

Jæja, þá er ég búinn að fá útskrift af fréttinni sem birtist ekki á textafréttum RÚV. Það var hinn ljómandi vandaði fréttamaður Ingimar Karl sem tók viðtalið.  Hógvær drengur sem mér finnst alltaf sýna hlutlægni og vönduð vinnubrögð í fréttaflutningi.

 

En fréttin var svona:

Ekki benda á mig segir Íbúðalánasjóður

Hallur Magnússon, sviðstjóri hjá Íbúðalánasjóði segir að lánum sjóðsins verði ekki kennt um aukna verðbólgu. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Glitnis, sagði í fréttum í gær að hækkun á lánshlutfalli sjóðsins yki verðbólgu. Íbúðaverð hefur hækkað um 5% það sem af er ári, næstum jafn mikið og allt árið í fyrra. Hallur Magnússon bendir á að lán íbúðalánasjóðs á höfuðborgarsvæðinu hafi dregist saman.

Hallur Magnússon, sviðstjóri hjá Íbúðalánasjóði: Já, reyndar, kemur fram í morgunkorni Glitnis að þeir kenna sjálfum sé um líka, tala um Íbúðalánasjóð og bankanna fyrir hækkanir sem hafa orðið á lánum þar en hins vegar er sannleikurinn sá að Íbúðalánasjóðs vega nánast ekkert í þessu. Þenslan er fyrst og fremst í mjög dýr húsnæði, við sjáum það hjá fasteignamati ríkisins að þar eru, það er dýra húsnæðið sem er að hækka og, og valda þessari hækkun. 18 milljóna króna hámarkslán og hærra hámarkshlutfall hjá Íbúðalánasjóði hefur ekkert að segja í því, það fólk fjármagnar sín kaup með lánum frá bönkum. Ef við lítum á tölur fyrir mars þá lækkaði hlutfall lána Íbúðalánasjóðs á höfuðborgarsvæði þar sem að þenslan er og það dró einnig eða fækkaði lækkaði hlutfall hámarkslána sem veitt voru í mars, hlutfallslega lægra þá heldur en var í febrúar. Þannig að það er alveg ljóst, miðað við þær tölur sem við höfum á, frá okkar útlánum, að það er lán Íbúðalánsjóðs sem er að ýta undir þessa þensla. Sökin liggur einhversstaðar annars staðar.

Ingimar Karl Helgason: Veistu hvar?

Hallur Magnússon: Ég get ímyndað mér að þetta lánaframboð og, nýja lánaframboð bankana hafi orðið þess að fólk sem að hefur beðið með að kaupa, fékk tækifæri til þess núna. Við sjáum gjaldeyrislán sem eru nýjung, við sjáum það að bankarnir eru að lána 90% af kaupverði íbúða. Því miður þá getur Íbúðalánasjóður ekki gert það vegna þess að hér á höfuðborgarsvæðinu, vegna þess að það er brunabótamat sem skerðir hámark láns frá Íbúðalánasjóði.

Tími: 02:10

Bloggfærslur 22. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband