Afnemum tolla á 3. heiminn!

Ég varð hugsi yfir frétt um að Íslendingar hyggist aftur setja tolla á grænmeti sem flutt er inn frá öðrum ríkjum en þau sem eru innan evrópska efnahagssvæðisins (reyndar var það orðað innan Evrópusambandsins sem lýsir vankunnáttu blaðamanns á stöðu okkar í Evrópu).

Ég hef ekkert á móti því að setja toll á grænmeti frá Bandaríkjunum eða Ástralíu ef það þarf á annað borð að setja á tolla.  Hins vegar tel ég að við Íslendingar eigum að ganga fram fyrir skjöldu og afnema alfarið tolla á vörur frá fátækustu ríkjum 3. heimsins. Ég veit að menn vilja semja um slíkt í alþjóða samningum - en fátækustu þjóðir heims geta ekki beðið!

Er ekki rétt að byrja á grænmetinu - tolla í topp grænmeti á ríkustu ríkin utan EES - en afnema á móti grænmeti frá fátækustu ríki heimsins.  Það er raunveruleg þróunaraðstoð!

Svo er nú það!


Bloggfærslur 23. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband