Tökum upp færeysku krónuna!
29.12.2007 | 21:13
Krónan er ekki gjaldmiðill fyrir 21. öldina. Allavega ekki sú íslenska. Hef um nokkurt skeið lagt til að við tækjum upp færeysku krónuna ef menn vilja ekki nota orðið Evra. Færeyska krónan er beintengd dönsku krónunni sem er tengd evrunni en með hóflegum vikmörkum.
Nú hefur Egill Helgason tekið undir með mér ítrekað - síðast í bloggi sínu í dag.
Þegar við höfum tekið upp færeysku krónuna - þá getum við í alvöru farið að ræða um afnám verðtryggingar á Íslandi.