Tökum upp færeysku krónuna!

Krónan er ekki gjaldmiðill fyrir 21. öldina. Allavega ekki sú íslenska. Hef um nokkurt skeið lagt til að við tækjum upp færeysku krónuna – ef menn vilja ekki nota orðið “Evra”. Færeyska krónan er beintengd dönsku krónunni – sem er tengd evrunni – en með hóflegum vikmörkum. 

Nú hefur Egill Helgason tekið undir með mér ítrekað - síðast í bloggi sínu í dag. 

Þegar við höfum tekið upp færeysku krónuna - þá getum við í alvöru farið að ræða um afnám verðtryggingar á Íslandi.


Bloggfærslur 29. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband